Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 15
11. mynd. Gjáin í Þjórsárdal. Til hægri á myndinni sér í Þjórsárdalshraun. Á mótum þess og setlaganna undir því spretta fram tærar lindir. - The Gjá gorge in Pjórsárdalur valley. (Ljósm.Iplioto: Ingibjörg Kaldal) NÚTÍMAHRAUN Á kortinu eru aðgreind fjórtán hraun og til viðbótar eru a. m. k. þrjú þekkt úr borholum (Elsa G. Vilmund- ardóttir 1977). Hraunin eru runnin frá tveimur eldstöðvakerfum, þ. e. Veiði- vötnum og Heklu (Sveinn P. Jakobs- son 1979). Hraunin eru aðgreind með lit og merkingum eftir því hvoru eld- stöðvakerfinu þau tilheyra. Hrauna- syrpurnar eru: 1) Tungnárhraun (TH). Unnt er að rekja þau að Vatnaöldum við Tungná hjá Hófsvaði. Þau eiga upptök sín í Veiðivatnakerfinu. 2) Hraun frá Heklukerfinu (HH), að- allega úr norðaustur hluta þess. Nokkrir upptaka gíganna sjást á kortinu. Auðvelt er að greina milli Tungnár- hraun og hrauna frá Heklu, því Tungnárhraun eru öll dílótt. Mest ber á stórum, hvítum dílum (plagíóklas), en einnig sjást ólivíndílar, en þeir eru bæði smærri og færri. Hraun frá Heklu eru hins vegar dílalaus. Auk þess er munur á efnasamsetn- ingu Tungnár- og Hekluhrauna. Tungn- árhraunin eru úr þóleiíti, en basaltliraun frá Heklu tilheyra s. k. „transitional al- kali basaltflokki" (SveinnP. Jakobsson 1979). Mikill munur er á rúmmáli, út- breiðslu og ásýnd Tungnár- og Heklu- hrauna. Tungnárhraunin eru 1 — 16 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.