Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 17
stíflugerð við Sultartanga (Björn Jón- asson o. fl. 1978). í Búrfellshrauni eru gervigígar algengir, einkum meðfram norður- og vesturjaðri þess. Vestur- mörk hraunsins eru skammt utan við kortið. Tjörvahraun (THJ), sem er yngsta Tungnárhraunið er um 1850 ára (frá því um 150 e.Kr. (Guðrún Larsen 1984). Tjörvahraun er komið úr gíga- röð við Hófsvað og hefur runnið alla leið að Búðarhálsi, við ármót Tungnár og Köldukvíslar. Tungná rennur með norðurjaðri hraunsins á löngum kafla, m. a. í gljúfrinu neðan við Hrauneyj- arfoss. Gljúfrið er augljóslega grafið eftir að hraunið rann og telst því ungt á jarðsögulegan mælikvarða. HEKLUHRAUN Hraun þau frá Heklukerfinu, sem sjást á kortinu eru ekki færri en átta. Þau eru líklega öll forsöguleg nema eitt, þ. e. Lambafitjahraun, sem kom upp í gosinu 1913. Hraunin frá Heklu- kerfinu hafa mjög takinarkaða út- breiðslu borið saman við Tungnár- hraunin eins og áður er minnst á. Nafnlaust hraun (HH8) hefurrunnið út á Tungnárhraunið THe í Leirdal og er því yngra. Það virðist þó vera all- miklu eldra en hin hraunin frá Heklu- kerfinu, sem sjást á kortblaðinu, jafn- vel eldra en H4 (4000 ára). Aldursnrunur annarra hrauna frá Heklukerfinu, sem sýnd eru á kortinu, virðist vera lítill. Þau hafa komið upp skömmu fyrir landnám, eftir þeim jarðvegi að dærna sem finnst ofan á þeim. Taglgígahraun (HH7) hefur náð mestri útbreiðslu og er komið frá gíga- röðinni Heklutöglum. Afstaða gjósku- laga, bæði undir og ofan á Taglgíga- hrauni sýnir, að það er allmiklu yngra en H3, en litlu eldra en „landnáms- lagið“. Gert er ráð fyrir að aldur hraunsins sé um 1200 ár. Sölvahraun (HH2, HH3, HH4) er myndað af a. m. k. þremur hraunum. Eitt þeirra (HH4) er ísúrt. Sölvahraun er álíka gamalt og Taglgígahraun, eftir afstöðu þess til þekktra gjóskulaga, a. m .k. sá hluti þess sem er merktur HH2 á kortinu (Sigurður Þórarinsson 1968). Stakahraun (HH5) kemur fram sem smá hrauntota milli Lambafitjahrauns og nafnlauss hrauns (HH8). Eru litlar upplýsingar um það aðrar tiltækar. Heklutaglahraun (HH6) er næst- yngst. Mjög lítill aldursmunur virðist vera á því og Taglgíga- og Sölva- hrauni, sennilega aðeins 50-100 ár. Það er komið úr gígum milli Valafells og Hrafnabjarga og hefur mjög tak- markaða útbreiðslu. Lambafitjahraun (HHl) kom upp í gosi 1913. Gosið hófst 25. apríl og stóð fram í miðjan maí 1913 (Guðmundur Kjartansson 1952). Gossprungan, sem alls var um 4 km á lengd, liggur rétt austan við kortið, en um helmingur hraunsins er inni á kortinu. GÍGAR Gígar sem sjást á jarðfræðikortinu tilheyra nyrsta hluta Heklukerfisins. Gígarnir eru á gossprungum, sem eiga sér framhald til suðvesturs, þ. e. til Heklu. Þeir eru yfirleitt úr gjallklepr- um og skál í miðju. Frá öllum gíga- röðunum hafa runnið hraun nema sprengigígaröðinni Valagjá, sem er á suðurhluta kortsins. Ekki er að sjá að höggun hafi orðið á þessum hluta Heklukerfisins, á nútíma, a. m. k. ekki eftir að Búrfellshraun rann. Þó er vitað um opnar sprungur í móbergs- hæðunum suðvestur af Hrauneyjafelli. Einnig opnuðust sprungur í hrauninu upp við Langöldu austanverða, er 111

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.