Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 23
1. mynd. Gulmaðra .(Galium verum) Vi stærð — Madder, Galium verum Vi size. Ljósm,/photo Baldur Johnsen. (Labkraut), sbr. Schmeil (1922). Pess- ir hleypiseiginleikar, sem svo ákveðið koma fram í enskum og þýskum nöfnum, taka ekki aðeins af öll tví- mæli um, hver sé aðalorsök „gellis^ hér á landi heldur benda þau einnig til eldgamallar notkunar þessarar jurtar sem hleypisgrass við ostagerð, ef ekki frumskyrgerð. Samkvæmt gömlum þýskum heimildum er jurt þess helguð Freyju (Schmeil 1922) og kann það að gefa þeirri hugsun byr, að hin forn- germönsku möðruheiti „maddere“, „madre“ o. s. frv. megi tengja „mater“. Steindór Steindórsson (1978) úttalar sig ekki um uppruna möðru- nafnsins í bók sinni um íslensk plöntu- nöfn, en telur þar annars fram flest heiti möðrunnar, nema þau er snerta hleypiseiginleika. Hið enska heiti „Lady’s bedstraw“ á sér hliðstæðu í þýskum nöfnum og víðar, en þar er átt við að hálmur möðrugrasanna hafi verið notaður í rúmstæði guðsmóður og jötu Jesúbarnsins. Hér kann ilmur grasanna að hafa haft sitt að segja sern slíkur, en einnig kunna blóðsjúgandi skordýr að hafa forðast hann, og því hafi þessi sængurhálmur átt að hafa gefið betri ró, hvíld og værð eins og eitt nafnið bendir til „ólúagras". Egg- ert Ólafsson segir í kvæði sínu: „Maðr- an örþreyttum léttir lúa“. En þetta var þó ekki aðalatriði þessa spjalls, held- ur, hvort maðran vceri hleypisgras, en það ætti að vera ljóst af ofanrituðu, að svo sé. I tilvitnuðum ummælum Geisman og Grout (1969) mætti ráða, að um væri að ræða áhrifa súrnunar frá lífrænum sýrum edikssýru, (CH3CO- OH) í möðrunni, sem hleypi mjólkina við flóun. Slíkur drafli hefði getað kallast „óvinafagnaður", sbr. Bjarnar sögu Hítdælakappa. 117

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.