Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 26
um, einkum suðvestanlands og á Aust-
fjörðum, á árunum 1952—60. Fljót-
lega kom þó í ljós, að mælingar á
sýnum úti í mörkinni gáfu ekki alltaf
viðunandi niðurstöður, og smíðuðu þá
Þorbjörn Sigurgeirsson o.fl. útbúnað
til fullkomnari ntælinga á slíkurn sýn-
um í rannsóknastofu (sjá t.d. Trausti
Einarsson 1957; Þorbjörn Sigurgeirs-
son 1957).
Aðrar dyr til kortlagningar jarðlaga-
staflans opnuðust þegar George P. L.
Walker hóf að rekja syrpur af ólivín-
og feldspatdílóttu bergi langa vegu
austanlands (Walker 1959), og áttaði
sig fyrstur manna á hlutverki ntegin-
eldstöðva í jarðlagastaflanum.
Næstu meiriháttar framfarir í jarð-
fræðikortlagningu hérlendis uröu við
leiðangur Liverpool-háskóla o.fl. á Is-
landi 1964—65. Þá var hraðgengum
borvélum beitt við sýnatökuna, og
stefna hvers borkjarna mæld nákvæm-
lega með áttavita (1. mynd) áður en
hann var tekinn og sagaður niður til
mælinga í rannsóknastofu. Við þessa
kortlagningu voru sameinaðar aðferð-
ir þeirra Trausta Einarssonar og Walk-
ers, og má segja að þeim aðferðum
hafi lítið verið breytt síðan.
Með tilkomu aðferða til aldurs-
greininga á geislavirkum efnum í ís-
lensku bergi 1966—1968 (McDougall
og Wensink 1966) varð enn stórt fram-
faraskref í kortlagningu, einkum hvað
varðar jarðfræðilegan samanburð ntilli
fjarlægra svæða á íslandi. Síðan hafa
mörg svæði á landinu verið kortlögð,
sum af jarðfræðingum eða stúdentum
eingöngu, en önnur í samstarfi jarð-
fræðinga viö jarðeðlisfræðinga, sem þá
hafa séð um segul- og aldursntælingar
á sýnum. Búast má við að þær aöferðir
sem notaðar eru við jarðlaga-
kortlagningu hérlendis eigi enn eftir
að þróast nokkuð, t.d. með samhæfðri
beitingu efnagreininga, rannsókna á
1. mynd. Rör með áttavita, til að mæla
borstefnu kjarnasýnis miðað við lárétt og
lóðrétt plön. — Orientation tubefor I" drill
cores, with Brunton compass.
sérkennum setlaga, túlkunar segul-
sviðsmælinga úr lofti, og nýrra aðferða
við beina aldursmælingu.
UNDIRSTAÐA BERGSEGUL-
MÆLINGA
Bergsegulmælingar, sem aðferð til
jarðlagakortlagningar, byggist á tveim
fyrirbrigðum sem náttúran hefur lagt
okkur í hendur.
í fyrsta lagi eiginleikunt segulsviðs
þess, sem jörðin hefur unthverfis sig
og á uppruna sinn í hinum fljótandi
kjarna hennar, og í öðru lagi tilvist
járnsteinda í berginu, sem varðveitt
geta í Iangan tíma upplýsingar um seg-
ulsvið það sem unthverfis var á tiltekn-
um tíma á ævi viðkomandi lags.
SEGULSVIÐ JARÐAR
í fyrstu nálgun ntá líta á segulsvið
jarðar sem svokallað tvípólsvið. Þetta
120