Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 29
um nálega 5% á öld. Margir eru þeirrar skoðunar að 700 þúsund ár séu frá síðasta umsnúningi segulsviðsins og ætti því senn að fara að líða að þeim næsta. Aðrir telja, að sviðið hafi snúið sér einu sinni eða jafnvel nokkrum sinnum á síðustu 100-150 þúsund árunt, en erfitt hefur reynst að stað- festa þær tilgátur. Allt bendir til þess að eiginleikar jarðsegulsviðsins séu nánast alveg hinir sömu, hvort sem pólun sviðsins er eins og nú („rétt“; normal polarity) eða öfug við það sem nú er (reverse polarity). SEGULMÖGNUN BERGS í öllu gosbergi og flestu seti eru korn af ógegnsæjum járnoxíðum, sem gjarnan nema um 0.2—2% af rúmmáli bergsins. Algengustu steindir af þessu tagi eru seguljárnsteinn (magnetít, Fe304) og hematít eða maghemít (Fe203). í þessum steindum er oft einnig nokkuð af frumefninu títan, og einnig eru járn-títansteindir á borð við ilmenít og ulvöspinel algengar í gos- bergi. Seguleiginleikar bergsins liggja að langmestu leyti í járnoxíðunum. Stærð oxíðkornanna er oft um 1/100 úr mm, en hvert korn skiptist síðan gjarnan í flísar (lamellae) með nokkuð mismunandi efnasamsetningu. Segul- áhrif kornanna leggjast saman, þannig að hvert sýni af bergi líkist litlum stangsegli eða straumspólu. Eru því segulkraftlínur kringum reglulega löguð sýni lík því sem sýnt var á 2. mynd. Segulmögnunin, þ.e. það tví- pólvægi sem er í einum rúmmetra bergs, er venjulega mæld í einingunum Amper/meter. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að í hverju bergsýni getur verið segulmögnun af ýmisskonar mismun- andi uppruna og með mismunandi eiginleika (stefnu, styrk, og stöðug- leika gagnvart ytri áhrifum). Til að byrja með má hugsa sér að hver teg- und segulmögnunar sitji í ákveðinni gerð málmkorna í berginu, en í raun eru fleiri en ein tegund segulmögnunar að jafnaði í hverju korni. Segulmögnunin getur lýst sér á tvennan hátt. Annarsvegar er svoköll- uð hrifsegulmögnun (Ji5 induced magnetization) en hinsvegar varanleg segulmögnun (Jr, remanent magneti- zation). Hvor sem er getur verið stærri en hin í bergsýni við venjuleg skilyrði, sú fyrrnefnda þó oftar í grófkornóttu bergi, en hin í bergi þar sern járnoxíð- kornin eru mjög smá, nállaga, eða mikið skipt upp í flísar af völdum oxunar. í bergsýni sem statt er í tilteknu utanaðkomandi segulsviði (t.d. jarð- sviðinu) verður hrifsegulmögnunin ávallt í sömu stefnu og sviðið í kring, en varanlega segulmögnunin hefur þá stefnu innan sýnisins sem hún hafði í upphafi þegar bergið myndaðist. Sé sýninu snúið, snýst varanlega segul- mögnunin með því, en hrifsegulmögn- unin ekki (4. mynd). Varanleg segulmögnun bergs getur verið af ýmsum toga spunnin, en í gosbergi er svokölluð hitasegul- mögnun, J, (thermal remanence, T.R.M.) mikilvægust. Hún myndast í berginu þegar það kólnar niður fyrir hitastig sem er auðkennandi fyrir við- komandi steind og nefnist Curie-hita- stig (Tc). Þetta hitastig er um 580°C fyrir hreint seguljárn, en lækkar ef títan er í kristalgrind seguljárnsins. Títanmagnið er háð ýmsum þáttum, ekki síst upprunalegum kólnunar- hraða hraunsins, og hafa gildi á Tc allt niður að 100°C fundist í íslensku blá- grýti. Stefna hitasegulmögnunar er nær alltaf samsíða stefnu segulsviðsins kringum bergið meðan það var að 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.