Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 39
2. mynd. Gamall bær frá Hlésey með marhálmsþaki og forn vindmylia í Frilandsmuse- et, Lyngby, Danmörku. 7. sept. 1983. Ljósm. Ing. Dav. var í dýnur, kodda, stólsetur o.fl. handa sjúkrahúsum, herskálum og heimilum. Margur hermaður þar hefur eflaust sofið á marhálmsdýnu. Fyrir stríðið seldu Danir marhálm bæði til Evrópulanda og t.d. til Brasilíu. Vest- urfarar fyrr á tíð lágu oft á marhálms- dýnum. Þær þóttu hlýjar og sæmilega endingargóðar, því að mölur fer ekki í þær. í Hlésey og víðar í Danmörku var marhálmur fyrrum notaður í húsþök. Á Hlésey hafa slík þök verið gerð í 200 ár, að því vitað er, en nú er því hætt. Árið 1952 var stór bær fluttur þaðan og settur upp í „Frilandsmuseet" í Lyngby (sjá 2. mynd) skammt utan við Kaupmannahöfn. Þetta er eins konar „Árbæjarsafn“ Sjálendinga og sannar- lega forvitnilegt til skoðunar. Síðast- liðið sumar kom höfundur þar og skoðaði m.a. gamla Hléseyjarhúsið. Að uppsetningu þess vann níræður öldungur, sá síðasti sem unnið hafði slíkt verk, og nokkrar gamlar konur, sem á sínum tíma höfðu unnið að með- höndlun marhálms og þangs við þak- gerð á Hlésey, en margt fólk vann jafnan að slíku verki. Það þurfti að skola og vinda marhálmsflækjurnar og festa við rafta og sperrur. Marhálms- þekjan hékk í fyrstu því nær til jarðar: hún þurfti að hafa tíma til að síga og jafna sig og verða þétt, en síðan var hún skorin til og jöfnuð að neðan. Þekjan gat verið um einn metri á þykkt. Þang var stundum haft til upp- fyllingar. Á þessum stöðum var þakið látið vera mjög sítt, einkum á útihús- um, aðeins op fyrir dyrum og glugg- um. Þak mót norðri gat enst eina öld eða lengur. Húsið var hlýtt að vetri en svalt á sumrin. En ef kviknaði í svona þaki, var varla hægt að slökkva eldinn. Auk þess að vaxa við strendur Evr- ópu, Suðvestur-Grænlands og Norður- Ameríku finnst marhálmur einnig við Japans- og Kínastrendur. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.