Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 40
Sérkennilegur gangur
Hús-gangur gæti hann heitið þessi
skrítni gangur. Hann er að finna i
móbergi í Kerlingardalsheiði í Mýrdal,
skammt vestan við gamla þjóðveginn,
sem lagðist niður þegar brúin á Múla-
kvísl fór af 1955. Hann er sunnan við
það svæði sem Lambaskörð heitir.
Lækur rennur þar í dálitlu gili og heitir
hann Selvogslækur. Rétt austan við
hann er þessi þunni gangur og stefnir
sem næst norður-suður. Hann er 25 —
30 cm þykkur þar sem honum skýtur
upp úr móberginu og er þá hérumbil
lóðréttur. Svo snýst hann sem næst 90°
og myndar all stóra, nærri lárétta hellu
og er þá 35—40 cm þykkur. Norðantil
þynnist hellan út í ekkert, en angar
(apofyser) ganga á nokkrum stöðum
út frá henni. Þegar suður á gilbarminn
kemur snýst gangurinn við á ný, nálg-
ast aftur lóðrétta stefnu og myndar þá
þetta sérkennilega „hús“. Hinum
megin gilsins má svo greina eldstöð þá
sem gangurinn tengist.
Auðsætt er að gangurinn kom eftir
að móbergstúffið sem hann sker varð
til, því brot úr því eru hér og þar inni í
ganginum. Hann er þrískiptur, með
glerkennd, þétt lög til beggja hliða en
blöðrótt lag í miðju. Bergið er gráleitt
og nær dílalaust.
Jón Jónsson
Orkustofnun
Grensásvegi 9
109 Reykjavík
Náttúrufræöingurinn 54 (3-4), bls. 134, 1985
134