Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 49
9. mynd. Stuðlun í þykku sillunni sem sker samsetta ganginn. — The columnar structure of the thick hasaltic sill that dissects the composite dyke. samsvari basalthlutum samsetta gangs- ins í hinum opnunum. Ekki var unnt að rekja ganginn lengra norður. MYNDUN SAMSETTA GANGSINS Samsetta ganginum hefur nú verið lýst allítarlega, og því rétt að víkja að myndun hans. Talsvert hefur verið rit- að um myndun samsettra ganga, eink- um af breskum jarðfræðingum á fyrri hluta þessarar aldar. Hér verða þó aðeins ræddar hugmyndir sem tengjast samsetta ganginum á Streitishvarfi, það er að segja tilgáta Guppy og Hawkes (1925) og tilgáta Blake o.fl. (1965). í lokin reyni ég að skýra mynd- un gangsins út frá eigin athugunum með hliðsjón af eldri tilgátum. Tilgáta Guppy og Hawkes (1925) Þau telja að fyrst hafi myndast tvö- faldur basaltgangur (fjórfaldur í Hökulvíkurgili þar sem þau gerðu sínar athuganir), síðan hafi líparítkvik- an skotist inn á milli heitra basalthlut- anna. Þau álíta hnyðlingana komna úr basaltgöngunum þegar líparítið sprengdi sér leið gegnum þá, en þó ekki í Hökulvíkurgili. Þau telja sem sé að sprenging basaltganganna og til- heyrandi hnyðlingamyndun hafi orðið annars staðar á leið gangsins, og gefa þau í skyn að vöntun á basaltgöngum norðar í opnunni kunni að liggja í því að þar hafi þeir verið sprengdir burt. Síðan hafi líparítkvikan borið hnyðl- ingana með sér á þann stað þar sem þeir sjást nú (í Hökulvíkurgili). Rök þeirra gegn því að hnyðlingarnir hafi myndast á staðnum (í Hökulvíkurgili) eru í fyrsta lagi þau, að við slíkt brambolt hefði þykkt basaltganganna ekki getað haldist svo jöfn, lagamótin svo skörp (milli líparíts og basalts), né basaltgangarnir verið án líparítæða. I 143

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.