Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 68
3. mynd. Sprungur (A) og misfellur (joints) (C) nálægt mælistaðnum í Esju. - Fractures
(A) and joints (C) near the measuring site, Esja.
-3°C (McGreevy og Whalley 1982), en
4. mynd sýnir niðurstöður af tilraun-
um með sandstein. Sama gildir fyrir
tilraunir þar sem notaðar eru tvinn-
hitamælar (thermocouples) í smáhol-
um í perspex kubbi, sjá 5. mynd.
Fjöldi rannsókna (t.d. Fukuda 1971,
Latridou 1971, Dunn og Hudec 1966)
hafa sýnt að vatn í bergi hefur tilhneig-
ingu til að vera undirkælt, þ.e. það
frýs ekki við 0°C. Álit manna um hvað
frostmark vatns gæti verið í bergi er all
breytilegt, frá -4°C til -7°C. Greinilegt
er að eiginleikar bergs skipta höfuð-
máli, aðallega póruhluti og dreifing
hans. Til dæmis fundu Blachere og
Young (1972) að frostmark vatns í
glerkubbi þar sem póruþvermál var
0,007 /xm lá á milli -10°C og -20°C.
Niðurstöður okkar gefa hinsvegar til
kynna að -3°C sé raunhæfari tala fyrir
frostmark vatns í sprungum, eins og
eru til dæmis í basalti. Þetta er frekar
rætt annarsstaðar (McGreevy og
Whalley 1982).
ÁLYKTANIR
Umræður um frostveðrun eru yfir-
leitt byggðar á sveiflum í lofthita.
Frumgögn okkar um aðstæður hér á
landi sýna hins vegar að loft-, berg-
flatar- og sprunguhitastig geta verið
mismunandi á sama tíma. Ennfremur
þarf vatn í sprungu ekki að frjósa fyrr
en hitastig þess er u.þ.b. -3°C, jafnvel
þó vatnið á bergfletinum sem er í sam-
bandi við loftið sé frosið. Santbandið á
milli loft- og berghita annars vegar og
frostveðrunar hins vegar er sennilega
miklu flóknara en hingað til hefur ver-
ið talið. Það er augljóst að lofthiti er
ekki nógu góður mælikvarði til að
byggja á líkan fyrir frost-þíðu ferli.
162