Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 71
Sigurjón Páll ísaksson: Stórhlaup í Jökulsá á Fjöllum á fyrri hluta 18. aldar INNGANGUR Kelduhverfi hlýtur að teljast eitt áhugaverðasta hérað landsins bæði hvað jarðsögu og náttúrufar snertir. Jökulsá á Fjöllum dregur að sér at- hygli, og þó að hún virðist lítið skæðari en aðrar jökulár þá er hún samt eins og tröll sem sefur. Feykileg jökul- vatnshlaup hafa flætt niður gljúfrin og yfir sandana í Kelduhverfi og Öxar- firði, en sem betur fer hefur lítið borið á slíkum hamförum nú í hálfa þriðju öld. Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi munu hafa myndast í forsögulegum hamfara- hlaupum (Haukur Tómasson 1973, Sigurvin Elíasson 1977, 1980). Frá seinni öldum eru hins vegar til heim- ildir um minni hlaup, sem hafa þó verið örlagavaldar fyrir byggð í hérað- inu. Eflaust er saga þessara hlaupa skráð í sandana þó að erfitt kunni að vera að ráða þær rúnir. Jarðvegssnið tekin á völdum stöðum gætu samt upp- lýst margt. Fyrstu aldirnar eftir að land byggð- ist, fer litlum sögum af óróa í Jökulsá. f Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1712), eru óljósar sagnir um hlaup á dögum Finnboga lögmanns Jónssonar. Hann hóf búskap að Ási í Kelduhverfi árið 1467 og bjó þar til hárrar elli, 1513 eða lengur. (Sagt er að þá „hafi hjáleiguna (Áshúsabakka) tekið til grunna, en fólkið með fénað- inn hafi þá verið burt komið, sem hafði njósn af hlaupi árinnar.“ Jarða- bók XI, 300). Fræðimenn eru nú flest- ir sammála um, að þetta hlaup hafi staðið í sambandi við eldgos (ösku- fall), sem getið er um í hinu kunna heitbréfi Eyfirðinga 11. mars 1477 (ís- lenzkt fornbréfasafn VI, 103-107). Rannsóknir á Mið-Norðurlandi hafa einmitt leitt í ljós þykkt svart öskulag frá árunum 1465 — 80, sem virðist ætt- að úr norðanverðum Vatnajökli (Guð- rún Larsen 1982, Jón Benjamínsson 1981, 1982). Að fráteknum ofan- greindum munnmælum, eru ekki til heimildir um hlaup í Jökulsá fyrr en á árabilinu 1655—1730. Á þeim árum komu mörg stórhlaup í ána, sem sam- tímaheimildir eru til um. Hins vegar verður að draga í efa, að varðveist hafi heimildir um öll hlaup í ánni á þessu tímabili. Hlaupin í Jökulsá á Fjöllum hafa vakið forvitni margra, jafnt fræði- manna sem grúskara. Meðal rækileg- ustu yfirlitsrita um hlaupin eru: „Ásverjasaga“ eftir Arnór Sigurjóns- son (1967), „Vötnin stríð“ eftir Sigurð Þórarinsson (1974), og þó einkum rit- gerð, sem Sigurður skrifaði í Náttúru- fræðinginn árið 1950. í ritaskrá eru talin upp nokkur önnur rit, sem fjalla um þessi efni, og stuðst hefur verið við beint eða óbeint. Sú skrá er þó alls ekki tæmandi. Náttúrufræöingurinn 54 (4—5), bls. 165—191, 1985 165

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.