Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 80
þessarar sveitar, land og haga stórkost-
lega fordjarfað og gjört nú nýja farvegu
vestur um Kelduhverfissand, svo sýni-
legt sé að hann að engum notum verði
hér eftir, sem var til forna þessarar
sveitar besti styrkur til heyskapar og
útbeitar. Sýnilegt er, að fyrir slíkan
Jökulsár umgang falli þessi sveit í kop-
un og eyðilegging, nema þar betri lag-
færing til komi, sem nú er ei sýnileg.
Sérdeilislega umkvarta ábúendur á
Keldunesi og Krossdal, að túnin séu af
leir og sandi fordjörfuð af meira en
helmingi. þar af verði engin gras von á
þessu sumri, úthýsi jarðanna komin í
leir og fen, þau sem ekki afféllu í ár-
hlaupinu í vetur, en þau eftir standa full
með vatn upp í miðja veggi nú sem
stendur. Vilja því gjarnan sökum slíkra
nauðsynja losast við sínar ábúðarjarðir
nú strax á þessu vori, ef fá kynnu hægri
leigumála. Sama er að segja um jörðina
Víkingavatn, að Jökulsá hefur mest allt
hennar engi rúinerað, og eftir sem nú er
sýnilegt, er sú jörð í stærstu spjöll kom-
in, eiganda og ábúanda til stórskaða.
Til er bréf, sem Benedikt skrifaði
Árna prófessor Magnússyni 7. október
1729 (Arne Magnussons Private Brev-
veksling, 631). Þar segir:
Viðlíkan yfirgang, þó með öðrum
hætti, hefur Jökulsá í Axarfirði haft á
þessu ári, þar hún með stórum yfirgangi
og stórhlaupum hefur fordjarfað allt
engi, sumstaðar tún og mikið af gras-
lendi í þremur sveitum.
Ljóst er af frásögn Benedikts, að þetta
hlaup hefur valdið tjóni allt frá Daða-
stöðum vestur að Víkingavatni. Af
heimildunum má þó ráða, að Jökulsá
hafi gert mestan usla á Vestursandi. I
réttarskýrslunni er talað um eitt hlaup,
en í bréfi Benedikts Þorsteinssonar
eru hlaupin í fleirtölu. Hugsanlegt er
að hann vísi einnig til fyrri Jökulsár-
hlaupa. A.m.k. er ekki hægt að full-
yrða að áin hafi hlaupið oftar en einu
sinni þetta ár, nema nýjar heimildir
komi fram.
Sigurður Þórarinsson (1950) telur
næsta öruggt að þetta hlaup standi í
sambandi við jarðelda. Það verður að
teljast sennilegt. Dagsetningar vantar
að vísu, en líklegt er að Jökulsárhlaup-
ið hafi komið í ársbyrjun 1729. Annál-
ar geta ekki um jöklaeld þetta ár. Ein
heimild hefur þó komið í leitirnar. Jón
Magnússon á Sólheimum í Sæmundar-
hlíð í Skagafirði skrifar bróður sínum
Árna Magnússyni, hinn 13. október
1729 (Arne Magnussons Private Brev-
veksling, 304—305). Hann segir:
Um eldana í hittefyrra nærri Heklu, og
þrisvar einhversstaðar austur á fjöllum,
sem héðan hafa sést, nefnilega í vetur
að var í januario, og tvisvar áður á
undanförnum árum, alltíð héðan að sjá
í landsuður (SA), er ekkert sérlegt að
skrifa. Þeir hafa hvergi í byggðum sem
ég tilspurt hefi, neinn skaða gjört.
Stefnan sem Jón tilgreinir á eldana,
nálega útilokar að um Mývatnselda
geti verið að ræða. Þetta mið er beint á
Vatnajökul. Nánar verður fjallað um
þetta hlaup síðar í þessari ritgerð.
Hlaup 1730
Sönnun fyrir Jökulsárhlaupi þetta ár
er í tveimur bréfum Benedikts Þor-
steinssonar lögmanns. Fyrra bréfið er
til Péturs Keysens verslunarfulltrúa
(commerceraad), dagsett 13. septem-
ber 1730, það síðara til Kristjáns Gull-
inkrúnu (Christian Gyldencrone) stift-
amtmanns, dagsett 28. sama mánaðar.
Bréfin eru nánast samhljóða. Bene-
dikt segir [5]:
Nu i sommer, sidst i Augusto, over-
svemmede end nu paa ny bemeldte Joc-
hulsaa det samme landsplatz, og det
som efter var til bage af enge og tun tog
hun mestenpart bort. Og der som var
got gres og enge til forn, er nu i dend
stæd sand, steene og smaa becher, saa
det er siuneligt at der aldrig meer op-
kommer græs. Det lidet höe, som bönd-
174