Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 83
5. mynd. Landamerkjakort. Hér má sjá í stórum dráttum hvernig sandurinn í Keldu-
hverfi og Öxarfirði skiptist milli jarða á 17. og 18. öld. Nánari skýringar eru í Fylgi-
skjali 1. Óheimilt er að nota þetta kort sem málsskjal í landamerkjaþrætum. - Map of
farms in the Kelduhverfi and Öxarfjörður district.
hluta í jarðskjálftunum 1976-78 (Sig-
urvin Elíasson 1976), og er nú manna
á meðal kallað „Skjálftavatn."
En hvernig var rennsli Stórár háttað
ofan við stöðuvatnið á sandinum.
Loftmyndir skera úr um, að áin hafi
runnið út í vatnið við núverandi farveg
Bakkahlaups. Straumrákir í sandinum
kvíslast allar frá þeim stað. Má segja
að Bakkahlaup sé frekari þróun á
Stórá, enda segir Þorvaldur Thorodd-
sen í Ferðabók sinni um árið 1895, að
Bakkahlaup heiti kvísl ein úr Stórá yfir
í Jökulsá neðst. Arnór Sigurjónsson
(1967) heldur því fram að Stórá hafi
runnið skammt norður frá hraunbrún-
inni í Kelduhverfi. Virðist hann eiga
þar við allmikinn farveg, sem byrjar á
móts við Ás og fylgir síðan hraunjaðr-
inum ofan í Hólskrók. Ekki er hægt að
fallast á að Stórá hafi runnið eftir þess-
um farvegi síðan stórhlaupum lauk um
1730. Annað hvort er hér um hreinan
hlaupfarveg að ræða, eða þá að hann
sé eldri en heimildir greina.
Þau feikn, sem Jökulsá ber með sér
af möl og sandi, hafa setst til í stöðu-
vatninu (Stórá), og fyllt það smátt og
177