Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 89

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 89
son 1945, Sigurður Þórarinsson 1958, Sigurður Þórarinsson og Kristján Sæmundsson 1979). Niðurstaðan af þessu er sú, að Kverkfjallasvæðið er nú af mörgum talið mjög virkt, jafnvel með virkustu eldstöðvum á íslandi. Bergfræðingar hafa fært rök fyrir því, að miðja gos- beltisins sé í námunda við Kverkfjöll (Guðmundur Sigvaldason og Sigurður Steinþórsson 1974). Þykir það styðja hugmyndir um mikla virkni svæðisins. Tvær stórar öskjur við Kverkfjöll þykja benda í sömu átt. Telur Kristján Sæmundsson (1982) hugsanlegt að ein- hver af þeim gosstöðvum sem Sigurð- ur Þórarinsson setti undir Dyngju- jökul eigi fremur heima í syðri öskj- unni á Kverkfjallahrygg. Sá staður sem Sigurður tilgreindi er nokkru vest- ar og nær því að vera í sprungustefnu frá Grímsvötnum. Enn má nefna, að hitaútstreymi í Kverkfjöllum er talið með því mesta á íslandi (J. D. Fried- man o.fl. 1972, Eysteinn Tryggvason 1982). Þykir það og benda til mikillar virkni á svæðinu. Þetta er þó allt á heldur veikum for- sendum byggt. Raunar er engin óyggj- andi heimild fyrir því að Kverkfjöll hafi gosið síðan land byggðist (Krist- ján Sæmundsson 1982). Frásagnir af gosum á þessu svæði eru að jafnaði svo óljósar að eldarnir gætu verið nánast hvar sem er. Vænlegasta leiðin til að greiða úr þessari óvissu eru rannsóknir á útbreiðslu og efnasamsetningu gjóskulaga. í raun og veru er frekar ólíklegt að Kverkfjallasvæðið sé mjög virkt. Það er í útjaðri gosbeltisins og má því búast við að virknin þar sé dvínandi. Hugsanlegt er að þunga- miðja gosbeltisins hafi fyrrum verið við Kverkfjöll, en hafi nú flutt sig yfir í Grímsvötn. A.m.k. hefur eldvirkni í Grímsvötnum á liðnum öldum verið miklu meiri en í Kverkfjöllum. Berg- fræðilega eru þessi tvö svæði mjög skyld (Guðrún Larsen 1982). Guðrún Larsen (1982) hefur með efnagreiningum á gjósku sýnt fram á að gosin 1477 og 1717 beri að rekja til Veiðivatna-Dyngjuháls sprungukerfis- ins, ekki til Kverkfjalla. Virðist þá falla styrkasta stoðin undan eldvirkni í Kverkfjöllum, því að jöklaeldurinn 1717 er það gos frá síðari öldum, sem lengst hefur verið orðað við Kverkfjöll meðal fræðimanna. í borkjarna (ís- kjarna) (frá Bárðarbungu fannst öskulag frá árinu 1711, með svipuð efnaeinkenni og öskulagið 1717 (Sig- urður Steinþórsson 1977). Sigurður staðfærir gosið í Kverkfjöllum, en með hliðsjón af niðurstöðum Guðrúnar Larsen má trúlega svipta fjöllin þeim heiðri. Eins og fyrr er sagt geta gos undir Dyngjujökli (suðvestan Kverkfjalla) eflaust valdið stórhlaupum í Jökulsá á Fjöllum. Efnasamsetning gjóskulaga bendir hins vegar eindregið til að flest hlaupin í Jökulsá hafi verið samfara gosum á Veiðivatna-Dyngjuháls sprungubeltinu. Berast þá böndin að vestanverðum Dyngjujökli, eða aust- urhlíðum Bárðarbungu. Þar til annað sannast mun því eðlilegast að líta svo á, að Kverkfjöll hafi aldrei gosið síðan land byggðist. VIÐAUKI INNGANGUR Um það leyti sem gengið var frá frumgerð þessarar greinar (vorið 1982), barst höfundi vitneskja um að í British Museum í London væri varð- veitt dóma og þingabók Þingeyjarsýslu frá árunum 1719-1724. Eftir ártölun- um að dæma, var ekki að sjá að neitt væri á henni að græða, því að hún nær 183

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.