Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 4
162
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Fyrsta Pólarárið jók mjög þekkingu vora á norðurslóðum, enda
var á næstu árum þar á eftir skrifaður fjöldi vísindalegra rita, byggð
á athugunum þeim, sem gerðar voru, oft við mjög erfið skilyrði, af
leiðangursmönnum á rannsóknarstöðvum Pólarársins.
Pólarárið 1932—1933.
Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar varð mjög ör þróun í flestum
greinum náttúruvísindanna. Á sviði jarðeðlisfræði var þróunin
hvað örust, t. d. í þeim greinum, sem mest áherzla var lögð á
Fyrsta Pólarárið. Einnig höfðu opnast ný rannsóknarsvið innan
jarðeðlisfræðinnar, svo sem þau fræði, er varða jónhvolf jarðarinn-
ar og geimgeisla. Rannsóknar- og mælitæki höfðu þróast mjög.
Þekking vor á pólsvæðum jarðarinnar hafði aukizt, svo að lögun
og staðsetning landa og eyja var að mestu þekkt.
Vegna allra þeirra nýjunga í vísindum og tækni, sem fram höfðu
komið síðan á tímum Fyrsta Pólarársins, var stungið upp á því árið
1927 að endurtaka svipaðar samræmdar rannsóknir á heimskauta-
svæðum jarðarinnar. Ýmsar alþjóðlegar vísindastofnanir fjölluðu
um málið og Alþjóðlega veðurfræðistofnunin lagði formlega til
árið 1929, að stofnað yrði til nýs Pólarárs 50 árum eftir Fyrsta Pól-
arárið. Margar þjóðir hófu undirbúning að Öðru Pólarárinu, en
um sama leyti skall yfir hin mikla efnahagskreppa og munaði
minnstu að hún kollvarpaði öllum áætlunum. Vafalaust hefir
kreppan valdið því, að Annað Pólarárið varð minna í sniðunum
en annars hefði orðið, en dugnaður og harðfylgi örfárra manna
bjargaði því, sem bjargað varð. Öðru Pólarárinu var hleypt af
stokkunum 1. ágúst 1932 og stóð það yfir til 31. ágúst 1953. Alls
tóku 44 þjóðir þátt í því, þar af sendu 22 þjóðir rannsóknarleið-
angra út fyrir sín eigin lönd. Svo sem nafnið bendir til, var rann-
sóknum Pólarársins einkum beint að heimsskautasvæðum jarð-
arinnar og þó fyrst og fremst að norðurskautssvæðinu. T. d. var
segulmælingastöðvum norðan 60. breiddarbaugs fjölgað úr 7 í 30.
Þá voru jarðeðlisfræðilegar athuganir einnig auknar og samræmdar
annars staðar á jörðinni.
Athuganir þær, sem mest áherzla var lögð á voru veðurathugan-
ir, jarðsegulmælingar og norðurljósaathuganir, en minni áherzla
var lögð á mælingar á rafmagni í gufuhvolfinu og jónhvolfsathug-
anir.