Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 10
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jónhvolf. Víðtækar athuganir eru gerðar á því, hvernig radíóbylgjur end- urkastast í jónhvolfinu. Yfir hundrað stöðvar athuga jónhvolfið með því að senda bylgjur með mismunandi tíðni beint upp í loft- ið og mæla, hvernig endurkastaðar bylgjur koma til baka. Ymsar aðrar athuganir eru gerðar, og má ef til vill segja, að jónhvolfs- athuganir séu þýðingarmesti þáttur Jarðeðlisfræðiársins. Nýjungar á sviði jónhvolfsrannsókna eru athuganir á því, hvernig radíóbylgj- ur með ákveðinni tíðni berast til jarðar frá stöðum utan gufu- hvolfsins, þar eru notaðar skeytasendingar frá hinum margumtöl- uðu gerfitunglum. Ein jónhvolfsmælingastöð er starfrækt hér á landi í Reykjavík á vegum Landssímans. Astand sólar. Fylgst er með fjölda og stærð sólbletta og sólgosa (solar-flares) frá stöðvum víðsvegar um jörðina. Einnig er athugað ástand kórónu sólarinnar á hverjum tíma og mældar radíóbylgjur frá sólinni. Það var vitað fyrirfram, að sólblettir mundu verða miklir á Jarð- eðlisfræðiárinu, og var það ein ástæðan fyrir því, að þetta tímabil var valið, en á Öðru Pólarárinu voru sólblettir mjög litlir. Reyndin hefur orðið sú, að á fyrri hluta Jarðeðlisfræðiársins hafa sólblettir orðið fleiri en nokkurn tíma áður, síðan farið var að fylgjast með þeim. Leitast er við að fá sem nákvæmast samhengi milli ástands sólar- innar og ýmissa annarra fyrirbæra, svo sem norðurljósa, geimgeisla, jónhvolfs- og segultruflana o. fl. Geimgeislar. Á Jarðeðlisfræðiárinu eru í fyrsta sinn gerðar samræmdar mæl- ingar á mörgum stöðum jarðarinnar á því fyrirbæri, sem nefnt hefur verið geimgeislar. Auk þeirra geimgeislamælinga, sem gerð- ar eru á yfirborði jarðarinnar, er mikil áherzla lögð á slíkar mæl- ingar í eldflaugum og gerfitunglum. Hnattstaða. Á nokkrum stjörnurannsóknarstöðvum eru gerðar nákvæmar stjarnfræðilegar mælingar á hnattstöðu. Mælingar þessar byggjast einkum á því að tímasetja með mestu mögulegri nákvæmni, hvenær fastastjörnur hverfa bak við tunglið, eða hvenær þær koma aftur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.