Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 169 í ljós eftir að hafa verið bak við það. Ætlast er til að þessar mæl- ingar verði nákvæmari en þær, sem áður hafa verið gerðar og, ef slíkar mælingar verða endurteknar síðar, má finna hvort breyting verður á afstöðu landa hvers til annars. Jöklafrœði. Umfangsmiklar rannsóknir á stærð, þykkt og hreyfingu jökla eru gerðar víðsvegar um jörðina. Stærsta verkefni þessara rannsókna er ákvörðun á ísmagni því, sem er á Suðurskautslandinu. Þykkt jökulsins er þar mæld á fjölmörgum stöðum af rannsókn- arleiðöngrum þeim, sem þangað hafa farið. Hér á landi annast Jöklarannsóknarfélagið athuganir og mæling- ar á nokkrum jöklum í sambandi við Jarðeðlisfræðiárið. Haffræði. Rannsóknir Jarðeðlisfræðiársins beinast einkum að hæð sjávar, bylgjuhreyfingu á yfirborði sjávarins og flutningi vatns og orku með hafstraumum. Hér á landi eru starfræktir bylgjumælar í Þorlákshöfn, en sjávar- stöðumælar í Grindavík og Reykjavík, og sér Vitamálastjórnin um þær mælingar. Haffræðiathuganir á vegum Fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans ganga einnig inn í rannsóknir Jarðeðlisfræði- ársins. Eldflaugar og gerfitungl. Skammt er síðan farið var að nota eldflaugar til rannsókna á háloftunum og má vænta þess, að þar náist mjög markverður ár- angur á Jarðeðlisfræðiárinu. Bandaríkin og Sovétríkin eru þeir aðilar, sem gera víðtækar rannsóknir með mælitækjum, sem eld- flaugar bera upp í háloftin. Frakkar áætluðu einnig að senda upp eldflaugar í rannsóknarskyni. Margt er hægt að mæla með tækjum í eldflaug, en í sambandi við starfssvið Jarðeðlisfræðiársins er einkum mælt ástand lofts- ins, hiti, þrýstingur og vindar, svo og styrkleiki segulsviðsins og geimgeislar. Gerfitunglin hafa vakið meiri athygli en allar aðrar nýjungar á Jarðeðlisfræðiárinu, enda er það eitt mesta tæknilegt afrek mann- kynsins að skjóta á loft gerfitungli, sem fer hring eftir hring um- hverfis jörðina. Mælitæki þau, sem gerfitunglin flytja, mæla það

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.