Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 171 ar gerfitunglanna benda til, að allt upp í 1000 km hæð frá jörðu sé ástand himingeimsins svipað og áður var álitið. Geimgeislar virð- ast aukast um hér um bil helming á hverjum 100 km, sem hærra kemur frá jörð, og í yfir 1000 km hæð eru þeir svo miklir, að mæli- tækin í fyrsta gerfitungli Bandaríkjamanna gátu ekki mælt þá með neinni nákvæmni. í sumum gerfitunglunum eru tæki er sýna, hve oft árekstur hefur orðið við loftsteina. Tækin í fyrsta gerfitungli Bandaríkjamanna sýndu að meðalfjöldi loftsteina stærri en 1/100 mm í þvermál var ekki yfir 3 á fermetra á klst. Á Suðurskautslandinu hafa menn nú haft vetursetu í fyrsta sinn langt frá sjó. Bandaríkjamenn hafa þegar dvalið í tvo vetur á sjálfum Suðurpólnum og Rússar hafa dvalið í einn vetur ennþá lengra inni í ísauðn Suðurskautslandsins. Á þessum slóðum hefur hvað eftir annað mælzt lægri lofthiti, en áður var vitað um við yfir- borð jarðarinnar og hafa eftirfarandi „heimsmet“ verið sett í þeini grein síðustu árin: — 73.5°C 11. maí 1957 á Suðurpólnum. — 74.5°C 18. sept. 1957 á Suðurpólnum. — 80.7°C 15. júní 1958 á Vostok. — 81.0°C 19. júní 1958 á Sovétskaya. — 83.0°C 25. júní 1958 á Sovétskaya. Áður hafði verið mælt 68 stiga frost í Síberíu og litlu minna frost á Grænlandsjökli og í Kanada. Jöklamælingar á Suðurskautslandinu hafa sýnt, að jökullinn er sums staðar yfir 4000 metra þykkur og botn jökulsins er allt að 2000 metrum undir sjávarmáli. Á sjálfum Suðurpólnum er jökull- inn hér um bil 3000 metra þykkur og botn jökulsins nálægt sjáv- armáli. Ýmislegt fleira hefur birzt um vísindalegan árangur Jarðeðlis- fræðiársins í erlendum tímaritum, en margt af því eru bráðabirgða- niðurstöður, sem vafalaust eiga eftir að breytast við nánari rann- sókn. Væntanlega koma á næstu árum margar og markverðar upp- lýsingar um flest þau fyrirbæri, sem rannsökuð eru í þessari mestu herferð, sem nokkru sinni hefur verið farin, gegn þekkingarskorti á eðli og ástandi jarðarinnar. Þess er að vænta, að sem mest af þeim upplýsingum birtist íslenzkum lesendum, en ennþá hefur lítið komið á íslenzku um þessi efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.