Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
175
og gróðri, sem hvarvetna blasa við sjónum vegfarandans? Sú lýsing
er ógerð. Þetta lýsingastarf er þó hafið, og skal ég hér bregða upp
mynd af því, hvernig það er unnið, hvernig jarðvegskort og gróður-
kort verða til.
Jarðvegskort.
Við skulum fyrst athuga lýsingu á jarðvegi.
Ef við tökum fyrir ákveðið svæði, t. d. Mosfellssveitina, er starfið
hafið með því að fara um landið og skipa í flokka þeim jarðvegs-
tegundum, er koma fyrir á svæðinu. Þessi flokkun verður að vera
gerð þann veg, að unnt sé að greina hverja einstaka jarðvegsteg-
und, eða hvern jarðvegsflokk, frá öllum öðrum jarðvegsflokkum,
sem koma fyrir á svæðinu, eftir lýsingu með skoðun einni saman,
þar sem eina hjálpartækið er jarðvegsbor. Hverjum jarðvegsflokki
verður að lýsa á ljósan og einfaldan hátt, þ. e. helztu eðliseiginleik-
um hans, svo sem innihaldi lífrænna efna, lit, kornastærð, jarðvegs-
byggingu eða svokölluðum strúktúr, jarðraka, þúfum og gróðri,
ef um óbrotið land er að ræða. Þegar þeir, sem framkvæma korta-
gerðina á víðavangi, hafa rækilega kynnt sér jarðvegsflokkun á
rannsóknasvæðinu, þannig, að þeim beri jafnan saman um í hvaða
flokk á að skipa hverjum tilteknum jarðvegsbletti, má hefja starfið.
Auk jarðvegstegundanna sjálfra, sem gefin eru ákveðin númer,
er halli, uppblástur og grjót í jarðvegslaginu einnig gefið til kynna
með sérstökum táknum.
Loftmyndir eru teknar af svæðinu, og annast Landmælingar ís-
lands þessa þjónustu. Þær myndir, sem við notum eru teknar í ná-
lega 4000 m hæð. Myndirnar má stækka að vild, og fer stækkun-
in eftir því, hve nákvæmlega á að vinna. Þær myndir, sem við not-
um við jarðvegskortagerð, eru í mælikvarðanum 1:20000, en all-
miklu minni myndir, eða í mælikvarða ca 1:33000, eru notaðar við
gróðurkortagerð.
Það er yfirleitt auðvelt að átta sig á, hvar maður er staddur á slík-
um myndum, því að á þeim má greina vegi, troðninga, læki og jafn-
vel keldudrög. Uppblásið land sker sig greinilega úr og oft má
greina á milli mýra og þurrlendis.
Með loftmyndir, sem festar eru á þar til gerð spjöld eða teikni-
borð, er síðan gengið um þau svæði, er gera á kort af, og dregin
mörk á milli jarðvegstegunda samkvæmt greiningarlyklinum; jarð-