Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 18
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vegstegundirnar eru númeraðar og færð inn tákn yfir halla, upp- blástur og grjót í jarðvegi. Þá eru einnig færð á teikningarnar bæj- arhús, vegir, ár, lækir, skurðir og fleiri landmörk, er geta aukið gildi kortsins. Ekki er teiknað beint á loftmyndirnar, heldur á gagnsæjan plastpappír, sem lagður er yfir þær. Þetta er útivinnan við kortagerðina. Teikning kortanna er þannig gerð, að loftmyndafrumteikning- arnar eru felldar saman á grunnkort, sem fæst með því, að landakort af umræddu svæði er stækkað í sama mælikvarða og loftmyndirnar. Á heildarkortið eru færð öll númer og tákn, sem eiga að prentast á jarðvegskortið. Síðan er heildarkortið hreinteiknað af teiknara og er þá búið til prentunar. Nauðsynlegt er að prenta slík kort í nokkuð mörgum litum, því að annars er nær ókleift að átta sig á þeim. Prentun litakorta er margbrotin og kostnaðarsöm og því dýr- ari sem litirnir eru fleiri. Hér á landi er ekki aðstaða til að prenta nema tiltölulega lítil litakort, og til þess mun einnig skorta hentug- ar vélar. Þó vil ég taka það fram, að prentun þeirra gróðurkorta, sem hér hafa verið gerð, og sem prentsmiðjan Litbrá annaðist, er ágætlega gerð. Það er mikil nauðsyn að skapa hér góða aðstöðu til prentunar litakorta, og vonandi verður það gert eftir því sem þörf- in verður augljósari. Það, sem skiptir meginmáli í sambandi við þá tegund landlýs- ingar, sem hér hefur verið lýst, er flokkun og lýsing jarðvegsteg- undanna. Þessi flokkun er nefnilega engan veginn ákveðin af nátt- úrunni sjálfri, eins og t. d. flokkun dýra og jurta. Það eru raun- verulega til óendanlega margar tegundir jarðvegs, þ. e. a. s. tvö jarðvegssnið eru hérumbil aldrei nákvæmlega eins, ef grandlega er skoðað. Flokkun á jarðvegi tiltekins svæðis má því gera á ýmsa vegu. Það, sem ræður flokkuninni er sá tilgangur, sem hafður er í huga með kortagerðinni, og við tilganginn miðast einnig sá mæli- kvarði, sem notaður er. Þau atriði, er ráða jarðvegsflokkuninni eru þannig engu síður praktísks en fræðilegs eðlis. Ég skal nefna hér dæmi þessu til skýringar. Við erum að vinna að gerð korts yfir allt landið í mælikvarðan- um 1:500 000, sem á að gefa mynd af jarðvegi og eðli ógróins yfir- borðs. Sú jarðvegsflokkun, sem notuð er við kort með svo litlum mælikvarða verður ætíð mjög gróf, og raunar svo gróf, að jarðvegi á hverju tilteknu afmörkuðu svæði verður ekki lýst á annan veg

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.