Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 22
180
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
jarðvegskortagerð. Hún hófst, eða nánar tiltekið undirbúningur að
henni, sumarið 1951, en þá dvaldi bandarískur jarðvegsfræðingur,
dr. Nygard að nafni, hér á landi um þriggja mánaða skeið. Einar
Gíslason, sem unnið hefur að jarðvegskortagerðinni síðan, dvaldi
það ár um nokkurra mánaða skeið í Bandaríkjunum og vann þar
með bandarískum jarðvegsfræðingum að kortagerð á víðavangi.
Auk Einars Gíslasonar og mín, hefur Ingvi Þorsteinsson, kandidat
frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi, unnið að jarðvegs-
kortagerðinni undanfarin sumur.
Lokið er útivinnu á svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár, frá
sjó og norður um Skarðsfjall og gengið hefur verið frá teikningu
korta fyrir þetta svæði. Guðmundur Kjartansson hefur skrifað ágæta
ritgerð um jarðfræði svæðisins, sem ætlunin var að gefa út með
jarðvegskortinu. Ritgerð þessi er nú þegar komin út í ritgerðasafni
Atvinnudeildar Háskólans. í Eyjafirði er útivinnu lokið annars-
staðar en í Svarfaðardal, og hefur Sigurður Þórarinsson tekið að
sér að gera jarðfræðilýsingu af þessu svæði. Við íslendingar höfum
átt og eigum því láni að fagna að hafa meðal okkar vel mennt-
aða og ágæta jarðfræðinga, og er mikils virði fyrir jarðvegsfræð-
inga að eiga þá að.
Gróðurkort.
Ég skal svo fara nokkrum orðum um aðra tegund landlýsingar,
sem hér er hafin, en það eru svonefnd gróðurkort. Með þessum
kortum er, eins og nafnið bendir til, lýst gróðri, þ. e. leitast við
að sýna hvers konar gróður er á hverjum stað. Raunar er jarðvegi
lýst að nokkru leyti um leið, svo nátengt er náttúrlegt gróðurfar
jarðveginum. Ætlunin er að gera hin tiltölulega nákvæmu jarð-
vegskort í byggð, en gróðurkort af óbyggðum eða afréttum.
Til þess að gera gróðurkort eða gróðurlýsingu er ólijákvæmilegt
að flokka gróðurinn í gróðurfélög eða gróðurhverfi, á líkan hátt
og nauðsynlegt er að skipa jarðvegi í flokka. Hér í felst meginvand-
inn við gróðurlýsingu. Náttúran setur engin ákveðin mörk á milli
gróðurhverfa. Það er ekki unnt að greina á milli þeirra á jafn
ótvíræðan hátt og á milli einstakra jurtategunda. Útlit og eðli gróð-
urhverfa ákveðast að sjálfsögðu af þeim jurtategundum, sem þau
eru saman sett af, og þá fyrst og fremst af þeirn tegundum, sem eru
ríkjandi, enda taka gróðurhverfin jafnan nöfn af helztu jurtateg-