Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 24
182
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
þjónað þeim tilgangi, sem til var ætlazt. Flokkun á hvers konar
fyrirbærum í náttúrunni, sem byggð er aðeins á skoðun eða per-
sónulegu augnamati, má út af fyrir sig gagnrýna á þeim grundvelli,
að hún sé ónákvæm, óáreiðanleg og óvísindaleg. Gróðurkortagerð-
in getur þó ekki talizt óáreiðanleg, ef þeim, sem vinna að henni
ber jafnan saman um greiningu gróðurhverfanna, og þessu skilyrði
verður að fullnægja. Ennfremur ber að hafa það í huga, að hér er
ekki um að ræða flokkun í líffræðilegum skilningi á sama hátt og
flokkun jurta, heldur þjónar flokkun í gróðurhverfi þeim tilgangi
að lýsa og leitast við að mæla þá eigind yfirborðs landsins, sem skipt-
ir meginmáli, nefnilega gróðurteppið og útbreiðslu þess. Ef ég
geri gróðurkort, sem lýsir gróðurteppi tiltekins svæðis á stórum
ítarlegri hátt en áður var tiltækur, þá hefur talsvert á unnizt, enda
þótt betur mætti gera, ef fé og vinnuástæður leyfðu.
2) Flokkun í gróðurhverfi er höfð það fábrotin, að menn með
tiltölulega litla grasafræðiþekkingu geta greint gróðurhverfin og
hagnýtt gróðurkortin. Slík kort hefðu takmarkað hagnýtt gildi, ef
flokkun gróðurhverfa væri svo flókin, að aðeins sérmenntaðir grasa-
fræðingar gætu gert kort samkvæmt henni og fært sér þau í nyt.
3) Mælikvarði loftmynda, sem notaðar voru við gróðurkorta-
gerðina er eins og fyrr var getið ca 1:33 000. Setur hann vinnuná-
kvæmni viss og raunar hæfileg takmörk, þannig, að afköst verða til-
tölulega mikil og miklu meiri en við jarðvegskortagerð í byggð, en
þar er vinnunákvæmni stórum meiri. Mynd af gróðurteppi afrétta
verður þannig talsvert grófari en mynd af jarðvegi í byggð, enda er
eðlilegt að svo sé frá hagnýtu og hagfræðilegu sjónarmiði.
Gnúpverjafaréttur.
Sumarið 1955 fórum við í 10 daga leiðangur um Gnúpverjaaf-
rétt, sem liggur meðfram Þjórsá að vestanverðu. Á þessum 10 dögum
gerðum við kort af afréttinum, frá Þjórsárdalsgirðingu og inn að
Fjórðungssandi, en það eru rúmir 55 km í beina línu. Breidd af-
réttarins er 5—7 km. í þessum leiðangri tóku þátt auk mín samstarfs-
menn mínir, Ingvi Þorsteinsson og Einar Gíslason, svo og Steindór
Steindórsson. Fylgdarmaður var Ágúst bóndi Sveinsson að Ásum í
Gnúpverjahreppi, og lagði hann til hesta, en við förum um landið
á hestum við þessar rannsóknir. S. 1. sumar fór sami hópur, að við-
bættum Jóni Jóhannessyni kennara, svo og matreiðslumanni, um