Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 40
198
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ÍSLAND
a b . c,
ALDURSÁR II. 12 13 14. 15. 16 17 13 19.
BEKKUR 5. 6. I. n. LR 3. 4. 5. 6.
MÓÐURMÁL 8 8 6 6 5 5 4 4 4
ERLEND MÁL 5 9 9 13 14 9 5
SAGA + LANDAFR. 4 4 5 4 4 3 4 4
STÆRÐFRÆÐI 5 5 5 5 7 6 6 6 6
NÁTTÚRUFRÆÐI 2 2 3 2 6 3 8 9 12
A N N AÐ 16 16 12 9 5 6 4 4
STUNDIR ALLS 35 35 36 35 36 36 3636 U 35
C2
17 18 19.
4. 5. 6.
3 5 4
18 18 21
3 3 3
2 3
6 3 3
4 4 4
36 36 35
TAFLA III. Nám til stúdentsprójs á Islandi. a: 2 bekkir af barna-
skóla, b: 4 bekkir miðskóli, LP = landsprófsbekkur, : 3 bekkir
stærðfræðideild, c2: 3 bekkir máladeild. Erlend mál: í b danska,
enska, þýzka (í III. bekk), í ci og C2: latína, danska, enska, þýzka,
franska.
Töflurnar 1—III sýna skiptingu vikustunda á milli námsgreina í
9 bekkjunt fyrir stúdentspróf, bæði í stærðfræðideild og í mála-
deild. í Danmörku og Þýzkalandi er þarna átt við svokallaðar ný-
máladeildir, en í báðum þessum löndum eru líka til klassiskar
máladeildir, sem ekki eru teknar hér með. í töflu IV er borinn
saman vikustundafjöldinn samanlagður í hverri grein í 6 fyrstu
bekkjunum í töflunum I—III, þ. e. lærdómsdeildunum er sleppt,
svo að betur komi fram sjálft barnaskóla- og miðskólanámið.
Skipting námsefnis á vikustundir lijá þeim, sem ekki fara til
stúdentsprófs, er á sama hátt sýnd í töflunum V—VI, en þar lágu
aðeins fyrir upplýsingar frá Danmörku og íslandi. Þetta er auð-
vitað sú námsbraut, sem flestir fara, og dreifist sá stóri nemenda-
hópur í báðum löndunum þegar eftir 2. og 3. bekk miðskólans.
Fara þá margir í sérskóla, en aðrir liætta námi. í 4. bekk miðskól-
ans fara sárafáir, og er hann því ekki tekinn með í töflu VI, sem
gerð er á sama hátt og tafla IV.
Það athyglisverðasta, sem fram kemur í töflunum I—IV, er mála-
nám Þjóðverja, borið saman við málanám Dana og íslendinga.