Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 199 Þýzkaland DANMÖRK ÍSLAND ST. % ST. % ST. % MÓÐURMÁL 28 1 3.9 35 1 7. 1 38 1 7.8 ERLEND M'AL 44 2 1.9 27 1 3.2 36 1 6.9 SAGA + LANDAFR. 20 1 0.0 24 1 1.7 24 1 1.3 ST/ERÐFRÆÐI 26 1 2.9 34 1 6.5 33 1 5.5 NÁTTÚRU FR/€€I 22 1 1.0 2 1 1 0.3 1 8 8.5 ANNAÐ 6 1 30.3 64 3 1.2 64 3 00 STUNDIR ALLS 201 1 00.0 205 1000 213 100.0 TAFLA IV. Nám til lœrdómsdcildar. 2 bekkir af barnaskóla og 4 bekkir miðskóli. Enda þótt þýzka sé töluð og lesin af milljónum manna, þá byrjar enskunám í þýzkum skólum við 11 ára aldur. Latínunám hefst við 13 ára aldur, og tekur það jafnmikinn tíma í miðskólanum og enskunámið, hvort sem farið er í stærðfræðideild eða nýmáladeild. Sé miðað við allan námstímann til loka miðskólans (tafla IV), þá hafa Þjóðverjar notað til kennslu í erlendum nútímamálum 13,9% (aðeins enska), Danir 13,2% (enska og þýzka) og íslendingar 16,9% (danska, enska og þýzka). Sést hér greinilega, hversu mjög íslenzkir námsmenn verða að dreifa kröftum sínum við málanámið. Fyrir móðurmál sitt nota Þjóðverjar á þessu fræðslustigi aðeins 13,9%, Danir 17,1% (þar með talin sænska), en íslendingar 17,8%. í nátt- úrufræðum er munurinn allmikill til loka miðskólans. Þar eru ís- lendingar með 8,5%, Danir með 10,3% og Þjóðverjar með 11,0%. Þetta jafnast aftur í lærdómsdeildunum, þar sem íslendingar eru með meiri náttúrufræði en Danir og Þjóðverjar. í stærðfræði kenna Þjóðverjar færri vikustundir en íslendingar og Danir, og mun lat- ínukennslan hjá Þjóðverjum eiga að vega þar á móti. í miðskólum, bæði í Danmörku og á íslandi, er námsefni þeirra, sem ekki ætla sér í lærdómsdeild, talsvert frábrugðið námsefni hinna, sem þangað stefna( sjá töflur V og VI). Einkum virðist þetta liggja í minna málanámi og meira námi í ýmsum þeim greinum, sent flokkaðar eru undir „annað“. Náttúrufræðikennsla er og minni fyrir þennan hluta, sem þarna lýkur hinu almenna skólanámi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.