Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 205 miðum. En það þarf meira til. Það er allur fjöldinn, sem þarf að verða meira náttúrufræðilega hugsandi. Hver unglingur á skóla- skyldualdri þarf að öðlast undirstöðuþekkingu í náttúrufræðum. Sé þessi undirstaða góð, þá verða öll eftirfarandi kynni af raunvísind- um auðveldari, hvort sem þau kynni gerast í daglegum störfum eða við nám í æðri menntastofnunum. Það sem nœst liggur fyrir, er í stuttu mdli þetta: 1. Auka kennslu í náttúrufrœðum i efstu bekkjum barnaskól- anna og í gagnfrœðaskólunum. 2. Kenna náttúrufræði alls staðar með verklegum æfingum. 3. Gera kennaraskólann hliðstæðan lærdómsdeildum mennta- skólanna. 4. Setja á stofn náttúrufrœðideild við háskólann, þar sem út- skrifaðir verði kennarar i náttúrufræðum handa barna- og gagn- frœðaskólum. Sitt af hverju Skeldýranýjungar. Barnaskólanemi, sem dvaldi í Hornafirði s.l. sumar, kom til mín í október til þess að fá ákvörðuð skeldýr, er hann hafði safn- að eystra. Nemi þessi er Páll sonur Einars Pálssonar, yfirverk- fræðings í Reykjavík; hefur hann 2 s.l. ár notað tíma þann, sem hann hefur haft aflögu frá námi, til að safna skeldýrum og koma sér upp ákvörðuðu safni. Er slíkt eftirbreytnisvert og mjög holl og menntandi tómstundaiðja. Sem sagt, Páll kom með skeldýr, og meðal þeirra var samlokutegund, sem aldrei hefur fundizt áður hér við land. Tegund þessi nefnist á vísindamáli: Mya arenaria L., og hef ég gefið henni nafnið sandskel. Danir kalla hana sand- musling, Bretar Sand Gaper og Ameríkumenn Sand clam eða oftar Soft clam. Fundarstaður sandskeljarinnar hér voru Þinganesfjörur í Skarðs-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.