Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 50
208 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tlóa norður að heimskautsbaug, þar á meðal í Eystrasalti og alla leið inn í Helsingjabotn, svo og við Bretlandseyjar. Ekki við Fær- eyjar. Við strendur Ameríku: £rá suðurströnd Labrador að Hatter- ashöfða, og Kyrrahafsmegin: £rá brezku Kolumbíu að Elkhorn Slough í Kalifomíu, en til Kyrrahafsstrandarinnar var tegundin flutt árið 1874, og liefur síðan tímgast þar vel. Við Austur-Asíu: frá Kamschatka-skaga til suðurodda Honshu-eyjar. Sandskelin er 9—12 cm löng fullvaxin (getur orðið nokkru stærri við beztu skilyrði) og er hægri skelin eilítið stærri en sú vinstri. Hún lifir á sandbotni, venjulega á 6—7 metra dýpi; finnst sjaldan lifandi á meira dýpi en 50 metrum. Hún grefur sig niður í sandinn líkt og smyrslingurinn, stundum 20 cm djúpt og er því ekkert í vanda stödd þó undan henni flæði, en slíkt er ekki ótítt þar sem útfiri er mikið. Hjá sandskelinni eru kynin aðskilin. Fjölgunin fer fram að sumrinu, því að á tímabilinu frá júní og fram í september finnst mikið af lirfum í svifinu með fram lönd- unum þar sem tegundin á heima. Þegar dýrið er um það bil 0,4 mm að lengd, myndar það spunaþræði (byssus) og getur þá sogið sig fast við ýmsa hluti. En þegar skelin hefur náð 2ja mm lengd missir hún þræðina og byrjar þá að grafa sig niður á sjávarbotn- inn, eftir það ber hún sig lítið um. Aðlögunarhæfileiki sand- skeljarinnar gagnvart seltu vatnsins er mikill; getur hún lifað góðu lífi í mjög lítið söltu vatni. Sandskelin er veidd til matar, bæði á Bretlandseyjum, í Kali- fomíu og víðar og þykir hinn ágætasti réttur. Hvenær sandskelin hefur tekið bólfestu hér við land, verður ekki vitað, en sennilega hefur liún gert það á allra síðustu áratugum, svo framarlega sem útbreiðsla hennar er einskorðuð við Skarðs- fjörð. Á hvern hátt þessi grunnsævistegund hefur komizt hingað verður ekki ráðið urn sinn. Eðlilegast væri að hugsa sér, að hún hefði komið sem lirfa í svifi frá Bretlandseyjum, en slíkt er ekki unnt að sanna, á meðan lífseigja grunnsævitegunda á lirfustigi á för þeirra um útsæin hefur sama sem ekkert verið rannsökuð. Sandskelin hefur aldrei fundizt í fomum skeljalögum hér á landi, ltvorki fyrir né eftir jökultímann. Þó hefur hún lifað við strendu Vestur-Evrópu, að minnsta kosti frá því seint á Tertier- tímanum; um það bera margir fornskeljafundir vitni, bæði t Hollandi og á Bretlandseyjum. lngimar Óskarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.