Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 51
náttúrufræðingurinn
209
Dúnliulstrastör á Suðvesturlandi.
Sumarið 1951 fann ég dúnhulstrastör (Carex pilulifera L.j
skammt sunnan Kellavíkurliugvallar, og er það fyrsti fundarstað-
ur hennar á Suðvesturlandi. Mun hún eigi hafa fundist nær en á
Snæfellsnesi.
Ingólfur Davíðsson segir mér, að Norðmaður nokkur muni hafa
getið hennar áður frá svipuðum slóðum, þótt ekki sé frá því greint
í Flóru íslands, enda eintök frá þeim stað eigi fyrir hendi. Fund-
ur minn er staðfesting á því að athugun Norðmannsins muni hafa
verið rétt.
Bergþór Jóhannsson.
Vísindi og dulspeki.
Það er næsta sjaldgæft, að íslenzkir menntamenn verði til þess
að vekja máls á kenningum dr. Helga Pjeturss um lífsamband milli
stjarnanna, og má furðu gegna, þar sem um er að ræða verk, sem
er árangur af áratuga starfi manns, sem áður hafði sýnt sig sem
frábæran vísindamann. — Nú hefur verið brugðið út af þessari
föstu þagnarhefð, og getur Sigurður Pétursson þess í síðasta Nátt-
úrufræðingi (sept. 1958), að íslenzkur jarðfræðingur, dr. Helgi
Pjeturss, hafi haldið því fram, að líf sé á öðrum stjörnum. Nefnir
Sigurður þetta í sambandi við þá tilgátu stjörnufræðingsins Ottó
Strúve, að nvstirnin, sem stundum hafa sézt blossa upp úti í fjarska
geimsins, og eru vottur um sprengingar heilla sólna, orsakist af
jafnfávíslegri meðferð þekkingar á náttúruöflunum og þeirri, sem
nú þegar vofir yfir mannkyni þessarar jarðar og kynni að tortíma
öllu lífi, sem á henni þróast, ef ekki hlytist meira af.
Það er ekki beinlínis að ástæðulausu, að Sigurði Péturssyni kem-
ur nafn dr. Helga í hug í sambandi við slíka kenningu, því ef
hann þekkti rit hans vel, þá mundi hann geta fundið þar skýringu
á fyrirbæri nýstirnanna, sem er næsta lík þeirri, sem Ottó Strúve
heldur fram, þótt hún sé líklega ekki minna en 12 árum eldri. En
ekki skrifar Sigurður grein sína til þess að minna á slíkt samræmi,
né til þess að vara við helstefnunni, sem vissulega er ríkjandi hjá
því mannkyni, sem á slíkt yfir höfði sér, heldur hallmælir hann
kenningunni og segir, að „rökin fyrir henni nálgist meir dulspeki