Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 211 fyrst og fremst sú kenning hans, að til væru aðrar jarðstjömur byggðar mannverum. Að til væru aðrir heimar jafnraunverulegir og þessi, þar sem lifað væri og elskað, starfað og hugsað eins og hér, var kenning Brúnós, og sú kenning var jafnóframbærileg áður en vitað var af því, að til eru aðrar sólir og hún var sjálfsögð eftir að Brúnó hafði gert þessa uppgötvun. Kenning Kópemikusar var und- irstaða þessa heimsskilnings, sem ríki dulrænunnar hræddist mest af öllu, og það var þess vegna sem stuðningsmenn Kópemikusar- kenningarinnar, Galíleó og fleiri, voru ofsóttir eftir þetta, miklu fremur en vegna þess, hvernig hún var í sjálfri sér. Allir sem nokkuð hefur kveðið að við þau réttarhöld, bæði ofsækjendur og ofsóttir, munu hafa vitað, að það var kenning Brúnós, sem um var að tefla. En hann var aldrei nefndur á nafn, því það var dauða- sök að halda honum fram, og svo fór að fyrndist yfir nafn hans að mestu leyti í nærri tvær aldir, en uppgötvun hans lifði nafnlaus og varð vísindunum leiðarstjama, unz svo kom, að hún varð sjálf- sagður sannleikur, sem allir þekkja. Þá fór fyrst að rofa til fyrir frægð Brúnós, en menn mega reiða sig á það, að baráttan gegn hon- um hefur enn ekki verið látin niður falla. Þorsteinn Guðjónsson. Ritfregn ÁSKELL LÖVE and DORIS LÖVE,Cytotaxonomical Conspectus of the Ice- landic Flora, Acta Horti Gotoburgensis, XX, 4, 65—291, 1956. Það er ekki langt síðan grasafræðingar studdust nær eingöngu við ytri ein- kenni jurtanna til að greina í sundur tegundirnar og skipa þeim niður í kerfi eftir „skyldleika" í ættkvíslir. ættir, ættbálka o. s. frv. Nú á tímum hefur lterfis- fræðin fært mjög út kvíarnar. Útlitseinkennin ein nægja ekki til að komast að raunverulegum skyldleika lífveranna né licldur til að skilgreina tegundarhug- takið, sem einatt er mjög á flökti. Taka verður til greina sem flest önnur einkenni svo sem þau, er snerta lifnaðarhætti, lífsstarfsemi, efnasamsetningu, vefjabyggingu og útbreiðslusvæði. Síðast, en ekki sízt, hefur verið lögð áherzla

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.