Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
213
renna undir kjarnakerfisfræðina og höfundar aðhyllast meira og minna. Gnæfir
þar hæst nafn jurtalandafræðingsins sænska E. Hultén, en hann hefur fyrstur
manna reynt að skýra núverandi útbreiðslu jurtanna á norðurslóðum í Ijósi
jarðsögunnar. Að hans skoðun dreifast jurtirnar eftir þurrlendinu, en síður
með vindi, fuglum eða sjávarstraumum. Kenning þessi liggur til grundvallar
kjarnakerfisfræðinni, því að hún gerir ráð fyrir því, að jurtastóð geti einangr-
azt á afskekktum stöðum og þróazt á eigin spýtur, eins og t. d. á Isfandi, eftir
að landbrú sú, sem ætlað er að hafi tengt landið við nágrannalöndin, sökk í
sæ. Helztu breytingar i fari jurtanna við slíka einangrun geta verið fólgnar í
vaxandi litþráðafjölda, samfara útlitsbreytingum og auknu viðnámi gegn
ytri aðstæðum. Slík þróun getur leitt til myndunar nýrra afbrigða og jafn-
vel nýrra tegunda. Sé nýju tegundunum kynblandað við stofntegundirnar,
fást venjulega aðeins ófrjó afkvæmi, er benda til, að nýtegundirnar eru orðnar
erfðafræðilega aðgreindar. í>að er því með nákvæmri athugun á fjölda litþráð-
anna og hegðun þeirra við kynæxlun, jafnframt víxlfrjóvgunartilraunum,
að bezt verður skyggnzt inn í skyldleika tegundanna og uppruna þeirra. Sýnir
það okkur líka með hvaða hætti þróun jurtanna hefur getað verið og er yfir-
leitt.
í lok þessa sama inngangskafla er þeim 540 tegundum æðri jurta eða þar
um bil, sem fundizt hafa til þessa í landinu, skipað niður eftir skyldleika við
jurdr í nágrannalöndunum á sama hátt og í efnisyfirlitinu hér að ofan. Varpar
sú niðurskipan um leið ljósi á niðurstöður höf. um uppruna flórunnar. Af
þessum 540 jurtategundum telst höf. til, að 29% sé erlendur slæðingur, sem
borizt hefur til landsins síðan byggð hófst. Það, sem afgangs er, eða um 387
tegundir, myndar hinn innlenda hluta flórunnar, þó að frátöldum fíflum og
undafíflum. Það er þessi hluti flórunnar, sem mestu máli skiptir í sambandi
við þessar rannsóknir. Sé skyldleika hans leitað út á við, reynast 38% vera
heimskautategundir, 29% finnast beggja vegna Atlantshafsins, 25% vaxa ein-
göngu austanhafs, en aðeins 4% eingöngu vestanhafs. Auk þess telst höf. til,
að 4% af innlendu flórunni séu einlendar (endemískar) tegundir; í þeirri tölu
eru þó ekki heldur taldir fíflar og undafíflar.
í köflunum, sem á eftir fara, er síðan hver hluti flórunnar tekinn til athug-
unar, þar með talinn sá, er snertir hinn erlenda jurtaslæðing. I upphafi hvers
kafla eru greinagóðar töflur yfir viðkomandi tegundir og litþráðatölur þeirra.
Allar litþráðatöluákvarðanirnar liafa verið gerðar af höf. sjálfum. Hver, sem
fengizt hefur við frumukjarnaskoðanir, veit, hve gífurleg vinna liggur í slíkri
skrásetningu. Það er því mikið þrekvirki að hafa komið upp litþráðatölu-
lista yfir allar íslenzkar hájurtategundir. Mun það ekki hvað sízt koma sér vel
fyrir þá, sem síðar meir fá tækifæri til að halda áfram þessum rannsóknum á
fslandi. Athuganir höf. á tölu litþráðanna í flórunni leiða í Ijós, að 71% af
innlenda hluta flórunnar er fjöllitna (polyploid), þ. e. að litþráðatölurnar
eru hærri en í samsvarandi tegundum erlendis, en það kemur einmitt vel
heim við skoðun höf. um langvarandi einangrun á þessum hluta flórunnar.
Eftir hverja töflu ræða höf. nánar einstaka tegundir, sem sérstaklega miklu
máli skipta. Er þar samankominn geysimikill fróðleikur, sem erfitt er að gera