Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 4
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN 98 blöðku og baldursbrár auk slitra af vallarvseifgrasi, túnvingli o. fl. (Einarsson 1965). Þau fræ, sem tekin voru úr Surtsey til frekari athugunar, virtust lítt spírunarhæf, og benti liel/t til þess, að þau hefðu ekki þolað volk og seltu sjávar. Hefði af þessu mátt ætla, að fræ gæti ekki bor- izt sjóleiðis til Surtseyjar með óskertri spírunarhæfni og enn síður lengri vegalengdir. Hinn 3. júní 1965 fékkst þó staðfesting á því, að ein íslenzk tegund æðri jurta ber fræ, sem þolir seltu sjávar og getur flutz.t á llotmagni sínu að minnsta kosti vegalengdina til Surtseyjar frá nærliggjandi gróðurlendi. Þrjár fjörukálsplöntur, Cakile edentula funduzt spíraðar af fræi í fjörukambi norðan við Surtseyjarlónið. Þar liöfðu þær vaxtarskilyrði í blöndu af vikri og rotnandi þangi. Nokkrum dögum síðar eða 8. júní, fundust enn nokkrir tugir ein- staklinga sömu tegundar spölkorn austan við hinn fyrri fundarstað og fáeinir einstaklingar til viðbótar vestar á sömu fjöru. Fjörukáls- jurtir jjessar voru fyrstar æðri plantna til að vaxa í Surtsey. Ekki varð þó ævi þeirra löng, því Syrtlingur spúði yfir jxer ösku á meðan Jrær voru enn á æskuskeiði, með örfáum laufblöðum og alls óblómgaðar. Askan særði Jrær til ólílis og kæfði Jrær, og er vaxtarstaðurinn nú Jsak- inn 50 cm Jrykku öskulagi. Ekki var það óeðlileg tilviljun, að fjörukálið skyldi vera l'yrsti landnemi æðri plantna í Surtsey. Fræ þess hafði áður fundizt Jrar í reka, þótt ekki tækist að láta það fræ spíra. Er fjörukál strandplanta og fræ þess mjög vel varið korki. Fer útbreiðsla plöntunnar einmitt fram með fræflutningi í fjöruborði og er eðlilegt, að fræið Jroli seltu sjávar nægilega langan tíma, til þess að geta borizt til Surtseyjar. Hefur jafnvel verið álitið, að fjörukálið sé ein þeirra tegunda, sem allörugglega hefur getað boriz.t hingað sjóveg og Jrá sennilega frá Ameríku, þar sem útbreiðslusvæði C. edentula utan Islands eru strendur Ameríku og Azoreyja. Þau Áskell og Dóris l.öve hafa sýnt með litþráðatalningu, sem þau gerðu á eintökum við Faxaflóa, að hér á landi er tegundin ferlitna eins og í Ameríku. Fr hún meðal annars að Jrví leyti Irábrugðin C. maritima, sem vex á meginlandi Evrópu (Löve og Löve, 1947, 1956). Ekki er vitað með vissu hvaðan Ijörukálið barst til Surtseyjar. Sennilega kom það frá næstu fjörukálssvæðum í Heimaey, sem eru í 20 km fjarlægð. Til Jress að fræ geti borizt lifandi sjóleiðina til

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.