Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 um móbergshálsinn, er athyglisverð, og verður að taka tillit til henn- ar, þegar rannsaka skal aístöðu strandlínanna til hugsanlegra gam- alla farvega eða hraunstíflu. Það er ekki rétt lijá Þorvaldi að nefna sléttlendið hjá Nesjavöllum sem gamlan vatnsbotn, því að þar er allt þakið hraunum, og engin merki sjást um, að þar hal’i nokkurn tíma staðið vatn. Eðlilegra hefði verið að nefna sléttfendið hjá Króki í þessu sambandi. Þorvaldur telur Þingvallavatnskvosina aðallega eiga landsigum uppruna sinn að þakka, en bætir því við, að á ísöld hafi jökull legið í vatnsstæðinu og að öllum líkindum átt þátt í að dýpka suðurhluta þess. Þessi athugun hans er alveg rétt, eins og síðar mun sýnt verða. Danskur maður, Feddersen að nafni, kannaði ýmis vötn og ár á íslandi árið 1884. Aðallega var það lax- og silungsveiði, sem hann kom til að kynna sér, en jafnframt skoðaði hann ýmislegt, er nrynd- un þeirra snerti. í Þingvallavatni mældi hann dýpi á nokkrum stöðum og fann það mest 59 faðma (111 m) á Sandeyjardjúpi. Fed- dersen tók eftir malarrindunum fyrir neðan Miðfell og Heiðarbæ og taldi þá vera fornar strandlínur. Um þetta ritar hann síðan: „Spens niveau er pludseligt blevet sænket og det er sandsynligt, at man ved nærmere underspgelser vil finde, hvor npje vandstandens sænkning netop svarar til det egentlige gjennembrud af den sidste dæmning af gljufen imellem Þingvallavatn og Úlfljótsvatn“. (Orðið „gljuf“ vill hann láta Dani taka upp fyrir það, senr annars er nefnt ,,canon“.) Feddersen hefur þarna getið sér fyrstur til um þá orsök strandlínanna, sem að áliti flestra var síðan talin rétt, en það var stíflun afrennslisins, er Miðfellshraun rann (Feddersen 1888). Sumarið 1902 rannsakaði Bjarni Sæmundsson Þingvallavatn, að- allega dýralíf þess. Hann gerði nákvæmar dýptarmælingar í vatn- inu og teiknaði eltir þeim dýptarkort. Sakir þess, hve útlínur vatns- ins voru skakkt sýndar á eldri kortum, varð hann að gera landmæl- ingar líka, og tókst honum þannig að fullgera miklu nákvæmara kort af vatninu en áður var til. I lok stórfróðlegrar greinar í „Geo- grafisk Tidskrift" gerir Bjarni nokkrar jarðfræðilegar athuga- semdir (B. Sæmundsson 1904). Hann telur eins og flestir fyrirrenn- arar hans, að dældin, sem vatnið liggur í, hafi myndazt við landsig og fær nýja stoð undir þá skoðun í dýptarhlutföllum vatnsins. Um hærri vatnsborð segir hann síðan: „Sáledes er der en gammel strand- vold flere fod over spens nuværende overflade S0 for Heiðarbær,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.