Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 jökulskeiði, að misgengin liafa við sunnanvert vatnið hafizt á með- an síðasta jökulskeið ríkti. Sunnan Þingvallavatns er landræman, sem mest hefur sigið, að- eins um 4 km breið. Hafa jafnframt á þeirri ræmu orðið mestar hreyfingar eftir íscild (þ. e. á nútíma á rnáli jarðfræðinga), og inn- an hennar hafa þau nútíma eldgos átt sér stað, sem f'yrr var lýst sunnan vatnsins. Til glöggvunar læt ég fylgja hér með kort af helztu brotlínum við Þingvallavatn, og er þar sérstaklega auðkennt það svæði, sem mest hefur hreyfzt á nútíma. Mætti kalla það innri sig- dældina til aðgreiningar frá annari breiðari, sem nær austur í hlíð- ar Lyngdalsheiðar og enn lengra austur, þegar norðar dregur (3. mynd). Norðan við Þingvelli er sigspilda þessi orðin mjög breið. Vest- ustu brotin eru mörkuð af geysiháu misgengi austan við Gagn- heiði, en þau austustu markast af Hrossadalsbrún á Laugarvatns- fjalli. \'el getur verið, að hreyfingar hafi orðið á þessum brotlínum, eftir að jökla leysti, en oft er erfitt að ætla nokkuð á um það. Austan við vatnið heitir stærsta misgengið Drift. Stefna þess er frá norðaustri til suðvesturs. Þegar kemur að Kaldárhöfða, verður stefna þessa misgengis og einnig annarra, sem þar er að finna, vest- lægari. F.r sennilegt, að Dráttarhlíð hafi hlaðizt upp yfir gossprungu, er tengd var þessum vestursækna kafla á misgengjunum. Sunnar taka aftur við misgengi með venjulegri suðvesturstefnu. Þessi austustu misgengi hafa bært á sér allt fram undir lok ísaldar eða jafnvel eftir ísöld, því að ljóslega má greina misgengi í jökulurðum t. d. á Grenási og Úlfljótsvatnsfjalli, svo og í fornum vatnshjöllum norðan í Úlfljótsvatnsselfjalli. Hér er þó um ólíkt minni hreyfingar 2. mynd. Gosgangur í móbergshryggnum Jórutindur—Litla-Sandfell séður í Jórugili vestur af suðurenda Jórukleifar. Gangurinn brýzt upp í gegnum grágrýti frá Hæðadyngjunni (B) og jökulurð, sem ofan á því liggur (M). Yfir jökulurðinni liggur sendið móbergstuff (T) og síðan þursaberg með moln- uðum bólstrum og bólstrabergs-fvafi (PBr). Abb. 2. Qtierprofil durch den letztghizinlen Sþalten-Vulkan von Jórutindur— Litla Sandfell, aufgeschlossen in der Schlucht von Jórugil. Der Fördergang durchbriclit die Lava vom HceÖir-Scliildvulkan (II) und eine daruber lagernde Grundmorane (M). Dariiber folgt eine diinne Lage aus geschichtplem Hyalo- klastit und schliesslich Pillow-lireccie mil. Einlagerungen von Pillow-Lava, welclie durch den Gang gefördert wurde.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.