Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 29
NÁTTIJRUFRÆÐINGURINN 119 5. myncl. Scð yí'ir miðhjallann vestur að bænum Króki. Víðihlíð í bakgrunni. Ylirborð sléttunnar er hér í tæplega 120 m hæð ylir sjó, og þaðan eru um 10—15 m upp á hjallabrúnina. Örin við A bendir á efsta hjallann. Abb. 5. lilich iiber die milllere Terrasse nach Weslen zum Bauernhof Krúkur. Viðihlið im Hinlergrund. Die Oberfldche der Tiefebene befindel sich in knapp 120 m Ilöhe iib. NN. Von dorl sind es 10—11 m bis hinauf zur Kante der Terrasse. Der Vfe.il bei A zeigl auf die höcliste Terrasse. 5) Efst er lag af grófri möl um 1,50 á þykkt. Mölin er lagskipt, og hallar lögunum fram hjallann. Lög hjallans eru ennþá lítt hörðnuð nema sandlögin í 4)-laginu. Sandurinn í því er að verulegu leyti mógler, og kemur þarna fram sá eiginleiki þess að límast fljótlega vegna ummyndunar glersins (palagónitisering). Þó eru þessi lög ekki líkt því eins hörð og sams konar lög, sem víða eru innan um móbergið á þessum slóðum. Lögin 2) og 3) mynduðust bersýnilega í tiltölulega djúpu vatni. Til þess bendir mjög fíngert efni og eins lagskiptingin, sem er lík og hjá hvarfleirsmyndunum. Þessi lög hafa sennilega orðið til, er vatnsborðið í lóninu stóð hæst, þ. e. við elsta hjallann. Hvarflög myndast ætíð á botni jökullóna af fínasta grugginu, sent í þau berst. Næst árósum getur sandlaga frá árframburði gætt nokkuð. Er þann- ig líklegt, að fíni sandurinn í 3)-laginu sé kominn frá Torfdalslæk, á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.