Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 38
128 N ÁT '1 ’ Ú R11F RÆÐIN GURINN og er því óhægt um vik að tímasetja lónin og jökulöldurnar, sem liér var lýst. Þegar dró að lokum ísaldar, brá svo við, að sá jökulbunki, sem þakti meiri hluta landsins, mörg hundruð metra þykkur, er ísiild var í algleymingi, tók að láta undan síga fyrir hlýnandi veðráttu, og jaðar hans hörfaði inn til lands. Jafnframt breyttist á ýmsan hátt rennslisstefna skriðjökla. Þeir löguðu sig betur eftir landslaginu, þegar þeir fóru að þynnast, og með tímanum leystist jökullinn, sem áðnr var heill og óskiptur, í sundur og til urðu sérstakir jöklar yfir nokkrum svæðum, aðskildir frá meginjöklinum á austanverðu há- lendi landsins (sjá um þetta Guðm. Kjartansson 1943, 1955). Þann ig fór á Suðvesturlandi. Þar myndaðist sérstök jökulhetta yfir Reykja- nesfjallgarðinum, og gengu skriðjöklar til beggja handa norðvesturs og suðausturs, út frá ísaskilum, sem munu hafa legið eftir fjallgarð- inum endilöngum. Gætum við hugsað okkur þennan jökul eitthvað í líkingu við Langjökul nú. Þetta er ekki ólíklegt, því að úrkoma er mikil á suðvestanverðu landinu og mjög sennilegt, að svo liafi einnig verið á ísöld og í lok hennar. Jökulí jallið á skaganum hefur náð vel upp fyrir snælínu og jress vegna ekki hjaðnað strax, en hald- izt sem sjálfstæð jökulhetta um tíma, óháð miðlandsjöklinum. Um þennan „Langjökul“ Reykjanesskagans vitna jökulrákir bezt, sem stefna norðvestur og suðvestur af fjallgarðinum. En auk þeirra þekkist á Álftanesi jökulgarður, jrveralda, senr hlóðst upp við fram- jaðar jressa jökuls á stöðnunartímabili, (sbr. T. Tryggvason & f. Jónsson 1958, og Þorl. Einarsson 19ö 1 b). Þess má og geta, að í Mela- sveit á milli Akrafjalls og Olvers eru miklir jökulgarðar, þveröldur, sem ýtzt hafa saman við sporð á skriðjökli, sem skriðið hefur ut Svínadal eða að einhverju leyti út Hvalfjörð (sbr. Guðm. G. Bárðar- son 1923). Hafa þær verið settar í samband við „Álftanesstigið" og taldar myndaðar á því (Þorleifur Einarsson 1960). Merki hafa fundizt hér á landi um kuldaskeið í lok ísaldar líkt því, sem varð í Skandinavíu og Norður-Ameríku, alls staðar um sama leyti. Stóð kuldatími þessi frá 9000—8100 fyrir Krists burð. ísöld er látin enda og nútími hefjast við lok hans. Kuldaskeið Jretta nefnist „yngra holtasóleyjarskeiðið” (Júngére Dryaszeit). Nú orðið má telja víst, að hér á landi hafi Búðaröðin ekizt upp við framgang jökuls á „yngra holtasóleyjarskeiðinu“, og í samræmi við það er það hérlendis nefnt Búðaskeið (Guðm. Kjartansson 1964 a og Þorl. Einarsson

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.