Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 48
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þar sem mælt var upp í mjög skýran brimhjalla, reyndist hún vera 11,15 m yfir vatnsborði. Austan vatnsins eru skýrastar strandlínur í Miðfelli og beggja megin þess. í Miðfelli sjálfu er brimhjalli, nokkuð skýr, þar sem það gengur út að vatninu (sjá mynd 9). Hæð ltans mældi ég á tveim stöðum, og bar mælingunum vel sarnan: 7,80 m og 7,30 m yfir vatnsborði. Ekki sáust þarna nein merki um hærri strandlínu en þessa. Norðan og sunnan við Miðfell liggja strandmyndanirnar ofan á Miðfellshrauni, svo að þær hljóta að vera yngri en það. Norðan fjallsins var liæðin ekki mæld, en sunnan þess mældist mér hún vera á tveim stöðum 7,75 og 7,85 m. Frá ströndinni við Miðfell snar- dýpkar vatnið niður á 70 m dýpi, og getur þar tæplega verið um annað en hraunbrún að ræða. Fremst á þeirri hraunbrún hefur myndazt grandi, eða malarrif, suður frá fjallinu af mölinni, sent barst þaðan. Efnið í grandanum er allt komið úr Miðfelli, en það er þarna úr mjög ólivínríku bólstrabergi, og þekkist því auðveldlega. í Mjóanesi er allhár gervigígur rétt austan við bæjarhúsin. Aust- an í honum hefur myndazt skýr strandlína, og er hæð hennar 6,50 m yfir vatninu. Hraunið við Sogshorn reyndist 9,00 m hærra en meðalvatnsborð Þingvallavatns. Mælt var á gljúfurbarminum neðan við hraunhól, sem þar er (hskammt frá. Hafi áin á þessum stað upphaflega verið 2 m djúp, sem eftir aðstæðum gæti vel hafa verið, hefur yfirborð vatnsins verið I I m hærra en nú. Er hraunstíflan þannig langsenni- legasta orsökin lyrir myndun lægstu strandlínunnar. Mér virðist, að hér sé um eina og sömu strandlínu að ræða. Hæð hennar reyndist mjög svipuð sunnan og vestan vatnsins, eða um 11 m. Einu mælingarnar, sem gáfu verulega frábrugðna niðurstöðu, voru mælingarnar við Miðfell og í hinum forna Öxarárósi hjá Skála- brekku. Strandlínan austan vatnsins í Miðfelli og við það reyndist rúmum 3 m lægri. Væri hér um aðra lægri strandlínu að ræða, ætti II m strandlínan að sjást í Miðfelli, svo framarlega sem hún hefði ekki sokkið undir vatnsborð áður, en þar sér hennar alls engin merki. Ég hygg því, að hér sé sama strandlínan á ferðinni, og hafi hún upphaflega legið hærra, en síðar hafi landið austan vatnsins sigið sem mismuninum nemur. Nú sjást ekki eiginlegar misgengis- sprungur svo ungar austan Miðfells, en gjá er þar í hrauninu neðan við Drift. Nægir að gera ráð fyrir, að landið austan gjárinnar hafi

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.