Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 16
108 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Eftir að kóparnir eru orðnir sjálfbjarga, fara brimlar og urtur að blandast aftur, en á því, hvenær fengitíminn er, hefi ég ekki getað fengið full skil. Einu sinni skaut ég seint á vetri látursels- brimil með fullan maga af sölvum og í annað skipti á líkum tíma náði ég í brimil, sem var fullur af glænýjum þorskfiski, beinlaus- um, og hafði fiskur sá verið bæði stór og feitur, það sýndi þykktin á bitunum. Mig undraði þetta vegna þess, að ekki var þá farið að fréttast um fiskafla neins staðar í norður-flóanum, en fiskurinn var nýr, eins og áður segir, og líklegt að hann hafi veiözt á djúpu vatni (sbr. stærðina). Annars hygg ég, eftir því, sem ég hef veitt eftirtekt, að meira sé gjört úr skaðsemi láturselsins, hvað fæðu hans snertir, en hann á raunverulega skilið. Þótt þessi selur haldi sig aðallega við allar laxveiðiár, hringinn í kringum landið, þá er mér óskiljanlegt að hann hafi nokkur tök á að grípa jafn sund- hraða fiska og lax og silung, svo að nokkru nemi. Ég hefi frá því um 1860 og langt fram á annan tug þessarar aldar fylgzt með lax- veiði í Álftá á Mýrum, sem er með smærri veiðiám. Fyrst þegar ég man, voru selaskot óþekkt, og meiri og minni selatekja á jörð- unu mþarna í kring, og í ósum árinnar var mikið af sel strax og ísa leysti. Þá var ádráttarveiði stunduð af neðstu jörðunum við ósinn, beggja megin árinnar, og veiddist mikið af laxi og silungi. Á sumrin safnaðist fjöldi af sel saman á eyjum, hólmum og skerj- um í vogunum fram af ósnum, við aðal-ála árinnar. Það var engu líkara heldur en mestallur selurinn frá jörðunum í kring safnaðist þarna saman og þó sá ekki á að veiðin neðantil í ánni minnkaði. Þegar kom fram um 1890 fóru bæði ég og aðrir að skjóta sel í ósnum og svo fóru leikar, að honum varð þar að mestu útrýmt. En jafnframt því, sem selurinn minnkaði, minnkaði einnig ádrátt- arveiðin, og fór svo, að ekki þýddi að reyna hana. Ef til vill hefir ástæðan verið sú, að sá lax, sem gekk í ósinn með flóði, færi aftur með útfallinu út í álana fram undan ósnum og ætti það þá að hafa verið hlutverk selsins að halda laxinum í ánni eftir að hann var kominn þangað. Merkilegt var það einnig, að hvorki ég né aðrir, sem veiddum sel í ósnum, skildum nokkurn tíma finna í honum lax eða silung. Ef magarnir voru ekki alveg tómir, þá voru helzt í þeim síli eða kolaleifar. Annars held ég að láturselurinn sé neyzlu- grannur yfir sumarmánuðina og byggi það á því, að þar sem hann má vera styggðarlaus, á meðan að nótt er björt, fer hann ekki á sjó í marga sólarhringa ef veður er gott. Því til stuðnings get ég nefnt dæmi. í Húsey á Hvalseyjum er hár, um 200 faðma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.