Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 20
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHii
mikilli fæðu á stuttum tíma. Ég hefi horft á sama selinn eta
þrjú hrognkelsi á einum klukkutíma. Hveljuna rífur hann þá af,
en etur fiskinn sjálfan, haus og innyfli. Einu sinni skaut ég út-
sel, sem var að eta grásleppu, en fló hann ekki fyrr en kaldan
morguninn eftir. Þá var allt í maganum orðið að einum hálfmelt-
um graut. Aldrei sá ég sel glíma við lúðu, hvorki smáa né stóra,
en aðrir þóttust hafa séð það. Eigi sá ég heldur nokkurn tíma
lúðuleifar í selsmögum, en bein úr alls konar smærri fiski voru
þar algeng og kúskeljabrot (úr steinbítsmögum?) varð ég var við.
Eitt er það í háttum útselsins, sem ég vil geta um, af því að ég
veit ekki til að aðrir hafi athugað það, en það er hvernig hann
hagar sér í kafi, þegar hann er í veiðileit. Mig hafði alltaf undr-
að það, að þegar útselurinn er styggðarlaus, og búinn að taka sér
bólfestu í næði á einhverjum stað, þá kemur hann alltaf upp eftir
hvert kaf nákvæmlega í sama farinu og hann fór niður,1) og blæs
þá út (ef hann er þá skotinn, sekkur hann eins og steinn, sé hann
ekki því feitari). Eftir svo sem mínútu sígur hann aftur niður á
sama stað, og þetta getur hann endurtekið jafnvel klukkutímun-
um saman. Það lítur því helzt ekki út fyrir að hann hreyfi sig
til muna, meðan hann er í kafi, en sú er þó raunin á, að hann
gerir það. Ég hefi í tvö skipti séð sel í kafi á grunnsævi koma
rétt upp að fótunum á mér. Einu sinni sat ég í hægri norðan-
gjólu á Knarrarneshöfða. Höfðinn er að sunnan um 10 metra hátt
standberg, með stórgrýtisurð undir, niðri í sjónum. Þá var smá-
straumsfjara, og sem svaraði fjögra álna dýpi á hvítum sand-
bletti, sem liggur upp að urðinni. Ég var lengi búinn að horfa
á litla útselsurtu, sem hafði tekið sér stöðu 80—100 föðmum sunn-
ar, við lítinn þarahvirfil og hafði komið þar upp á sama stað
hvað eftir annað, eins og venjulegt er. Einhverju sinni, er hún
er í kafi, verður mér litið niður fyrir standbergið. Sé ég þá að
urtan er þar á botninum og er að snapa eins og hundur á milli
steinanna í urðinni. Litlu síðar þýtur hún burt, og kemur úr kafi
á sama stað og áður. Þetta endurtók hún í þrjú skipti, og í eitt
skipti kom hún upp með marhnút eða lítinn rauðmaga. í annað
skipti var ég síðla sumars við heyskap fram í Knarrarneseyjum.
Milli þeirra er ægissandur og djúp lón og í þeim töluvert af sand-
kola, sem sést um fjörur. Um stórstraumsflóð slangra inn um
þessi sund fullorðnar útselsurtur, sem virðast vera í kæpingar-
1) Köfin eru varla lengri en 10—12 minútur.