Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1939, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115 'iiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimimiiiitiitMtiiiiiiiiii Nokkrir einkennilegir fiskar. 1. Þanghafið milcla, og íbúar þess. Lengst úti í Atlantshafinu, NW af Vesturindíum, er þanghafið. Nafn sitt dregur það af ógrynni af þangi, sem þar er alltaf á reki. Straumar í þessu hafi eru mjög lítið áberandi, í raun og veru er það ekkert annað en mjög stór, en lygn hringiða á milli hinna miklu strauma Atlantshafsins. Einmitt þess vegna helzt þangið þarna við og jafnvel ýmislegt annað rekald. Um þanghafið, eða Sargassóhafið (nafn- ið eftir aðal-þangtegundinni: Sar- gassum. Sjá 1. mynd) hafa farið hin furðulegustu ummæli. Þetta stóra, straumlitla hafflæmi var dularheim- ur út af fyrir sig, þar sem jafnvel átti að vera fullt af skipum, sem hlekkzt hefði á í Atlantshafinu, rekið mánuðum eða jafnvel árum saman fyrir straum og vindi, og að lokum fundið hinztu hvíld í þanghafinu. Þá var einnig talið að þanggróðurinn væri svo þéttur, að hann gæti stöðvað jafnvel gufuskip, ef allur vari væri ekki hafður á. Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós, að hér er um „tröllasögur" að ræða. Að vísu er hugsanlegt, að þang- ið hafi getað verið seglskipum, í mis- jöfnu leiði, all-verulegur farartálmi, en ekki kemur til mála að það hafa getað hamlað ferðum gufuskipa, svo neinu næmi. Fagurt og tilkomumikið kvað þanghafið vera. Þangið hangir oft saman í löng- um, gulbrúnum strengjum, sem ná eins langt og augað eygir, og stingur vel í stúf við hinn fagurbláa lit hafsins. Þanghafið er mjög- hlýtt, einkum er það hlýrra en aðrir hlutar N-Atlantshafsins eftir að kemur niður á nokkuð dýpi. Þá er það alveg sérstaklega gagn- sætt, vegna þess, að mjög lítið af framburði áa o. s. frv. kemst þang- að, og sviflífið er annars frekar fátæklegt. Dýralífið í þanginu er mjög auðugt. Þar er t. d. mjög margt um krabbategund nokkra (Planes minutus. Nátt. III. bls. 56), og yfir- 8* 1. mynd. Sargassóþang (Sarg-as- sum) úr Þanghafinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.