Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 26
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
imiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimii||,||||,|mmmmillllimm||||||m|||||||||m||||||||||||m||||||||||||||||||||||||||||
minnsta kosti mjög silaleg. I Atlantshafinu er slanga þessi (Pelamis
bicolor) ekki til, en t. d. í Panama-flóanum á hún heima. Hún er
frekar lítil vexti, og verður varla meira en einn metri á lengd, en
fögur er hún á að líta, með sterkum, gulum og svörtum lit, og þar
af er hið latneska nafn tegundarinnar dregið: bicolor = tvílitur.
En eitt hefir slanga þessi til síns ágætis, þó hún sé ekki stór, en
það er, að hún er eitthvert eitraðasta kvikindi á þessari jörð. Verð-
ur margur fiskimaðurinn á þessum slóðum að láta lífið eftir bit
þessa vágests.
Þá verða vísindamennirnir, sem oft eru frá fjarlægum löndum,
og Því fótt kunnugir, ekki síður að vara sig á þessu dýri. Það kemur
3. mynd. Marslöngur (Pelamis bicolor).
iðulega fyrir, að ein og ein slæðist með í svifsýnishornin. I Dönu-
leiðangrinum, sem fyrr er getið, voru skipsmenn orðnir talsvert
leiknir í að veiða þessi dýr og vinna á þeim, því sá þóttist ekki
maður með mönnum, sem ekki gat haft eitt heim með sér í glasi til
þess að sýna vinum og vandamönnum seinna, og eiga sem endur-
minningu um æfintýralegt ferðalag. Aðferðin var sú, að slangan
var gripin með sterkri töng rétt fyrir aftan höfuðið og troðið síðan
með höndunum, aftur endanum fyrst, niður í flösku, þangað til
ekkert stóð upp úr nema höfuðið. Þá var sleppt skyndilega taki með
tönginni, og höfðinu ýtt með einum rykk niður í flöskuna og —
tappinn settur í.
3. Einkenilegir álar. Þegar lokið er að minnast á eiturslöng-
urnar, á ekki illa við að fara nokkrum orðum um tvær skrítnar ála-
tegundir. Þær eru sýndar á 4. og 5. mynd, er eiga að gefa lesand-
anum hugmynd um, að álar eru til af meira en einni „gerð“. I sam-
bandi við þessar tvær tegundir er tvennt sérstaklega eftirtektar-
vert. í fyrsta lagi liturinn. Hann er eins og við sjáum kol-svartur.
Þetta stafar af því, að fiskar þessir lifa á gríðarlega miklu dýpi,
þar sem enginn vottur er af ljósi, og því er litskrúð, af hvaða tagi
sem er, ekki aðeins óþarft, heldur hreint og beint óhóf. f sambandi