Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 iiimiimiiiiiiimiiimmiiimmiiiiiimiiiiimiiiiiiimiimiiiiMiiiiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiii við þetta má geta þess, að þeir fiskar, sem hafast við á mjög djúpu vatni, þar sem ljóssins gætir ekki, eru annaðhvort alveg svartir, alveg litlausir, eða þá með ljóstækjum. Annað athyglisvert við þessa fiska er hið mikla og græðgislega gin þeirra. Yfirleitt hafa fisk- arnir orð á sér fyrir að vera örgustu vargar í véum, sem engu hlífa, sem þeir ráða við, og það væri ekki ofsögum sagt, að af öll- um ófriðarstöðum í heiminum væri sjórinn sá versti. Og meðal hinna mörgu þegna Ránar eru engir verri vargar í véum en einmitt djúpfiskarnir. Um lifnaðarhætti þessara tveggja álategunda vita menn annars 5. mynd. Pelíkan-áll (Eupharynx). sama sem ekki neitt. Af öðrum þeirra (Saccopharynx, 4. mynd)] hafa aðeins fundist nokkrir fiskar í mjög djúpum sjó í Kyrrahaf- inu, og sama er að segja um pelikan-álinn (Eupharynx, 5. mynd), sem lifir á margra kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Sá fyrgreindi getur orðið upp undir tvo metra á lengd, en hin tegundin er minni. U. Ljósleysið á miklu dýpi. Hafið er ekki eins gagnsætt eins og loftið. Þeirri vegalengd, sem sólarljósið getur brotist niður í sjóinn, eru því sett glögg takmörk. Almennar tilraunir hafa hvað eftir annað verið gerðar til þess að rannsaka hve langt væri hægt að sjá niður í sjóinn. Kunnastar eru tilraunirnar með að sökkva hvítri plötu lengra og lengra niður, þangað til ekki var hægt að sjá hana

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.