Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 125 lllllllllllllllllllllllll■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll<>llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll með fingur, því ginið var tilbúið að grípa og tennurnar beittar. Ljóstækin sendu frá sér mjög sterkt gulgrænt ljós, einkum þegar fiskurinn var á hreyfingu. Sterkast lýstu ljóskerin undir augunum, en annars voru miklu fleiri ljóstæki heldur en þau, sem sjást á myndinni, einkum ofan á höfðinu og kringum uggana. Niðri í djúp- inu, þar sem geisla sól- arinnar gætir aldrei, hefir þessi fiskur verið eins og uppljómað lysti- skip á koldimmri nóttu. En svo eru til aðrir djúphafsfiskar, sem hafa leyst ljósaspurn- inguna á allt annan hátt. Við þurfum ekki annað en líta á 12. mynd til þess að komast að raun um þetta. Fiskur- inn, sem við sjáum þar, heitir á latínu Lino- phryne arborifer, en síð- ara nafnið þýðir „hinn trjábæri“, eins og til þess að tákna, að anga- líurnar út úr hökunni líkist frekartré (arbor) en skeggi. Við dveljum hér ekki við hið illilega útlit þessa fisks, en við festum strax augun við það, sem stendur upp úr snjáldrinu á hon- um, nefnilega einhvert það bezta „vasaljós“, sem heimurinn hefir framleitt. Um fríðleik þessa djúphafsfisks og vingjarnlegan svip vil ég lofa lesandanum að dæma. Áður en við segjum skilið við hina sjálflýsandi fiska, skulum við virða fyrir okkur einn enn, þann, sem sýndur er á 13. mynd (Lasiognathus saccostoma). Ef til vill hafa ljóstækin hjá honum 12. mynd. Djúphafsfiskur (Linophryne arbori- fer) með ljóssker á snjáldrinu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.