Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 34
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 náð meiri fullkomnun, heldur en hjá nokkurri annarri tegund, því þau eru ekki aðeins kennimerki, til þess að einstaklingarnir geti þekkt og fundið hver annan, heldur um leið eitthvert sniðugasta 13. mynd. Djúphafsfiskur (Lasiognathus saccostoma) með ,,laxastöng“ með ljósi upp úr höfðinu. veiðarfæri, sem til er. Álma sú, sem við sjáum á myndinni, upp úr höfði fisksins, er harla merkileg. Hún greinist í eins konar skaft (veiðistöngin!), sem næst er höfðinu og svo færið sjálft á enda skaftsins. Á enda færisins er, eins og við sjáum, dálítill öngull eins og vera ber á góðu veiðarfæri. En þykknið, sem við sjáum á fær- inu, nokkru fyrir ofan öngulinn, er alls ekki- blýlóð, eins og við skyldum halda, heldur ljóstæki, sem auðsjáanlega kemur í stað beitunnar. Aðrir fiskar sjá ljósið, halda ef til vill að það sé ein- hver minni háttar „soðning", sem þeir ráði við og láta ginnast til þess að taka hana. En þá er eigandi veiðarfærisins ekki seinn á sér til þess að hremma bráðina, því hann er ótrúlega gráðugur, eins og útlit hans ber með sér. 7. Maður og kona eru eitt. Eins og við höfum séð að framan, hafa margir fiskar orðið að grípa til 1 j ósatækninnar, til þess að sigrast á þeim viðfangsefnum, sem hið eilífa myrkur skapar. Það gengur sennilega sæmilega að afla fæðunnar, einnig fyrir þær teg- undir, sem lítt eða ekki eru búnar ljósum, þar sem húðskynjun fiskanna (rákin) er framúrskarandi góð. En fiskarnir geta ekki þekkt „sína“ frá þeim vandalausu (öðrum tegundum) með húð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.