Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1939, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 lll■llllllllllllllllllll■ll■ll■llllllll■llllllllllllllllllllllllllllllllll■llllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllll oft um erlendar bréfdúfur. Þær flækjast hingað oft og tíðum. Sum- ar hafa hér skamma viðdvöl, en sumar hafa drepizt skömmu eftir að þær tóku land. Aldrei hafa þær flutt hingað bréf eða þess hátt- ar, svo mér sé kunnugt. Erlendis eru bréfdúfur aldar upp, ýmist til gamans eða til nytsemda. Eru víða félög, sem þreyta oft keppni sín á milli um það, hverra dúfur geti farið lengstan veg og skilað þó bréfum eftir skemmstan tíma. En dúfurnar villast oft og eða týnast, og koma hvergi fram. Eru þær dúfur, sem hér ræðir um, efalaust af þeim toga spunnar. Dúfur eru einnig notaðar í hernaði, þegar allar aðrar samgöngur bila. 1) Bréfdúfan var merkt á hægra fæti með gúmmíhring, með einkennisstöfunum: F. 791. Á vinstra fæti var alúminíumhringur með áletrun: g E. X. P. 327. N. U. R. P. Þessi dúfa kom fram þ. 31. júlí 1939, á Fáskrúðsfirði, og dvald- ist þar í viku tíma og sníkti mat. En kveldið þann 8. ágúst flaug hún til hafs og hefir ekki sézt síðan. 2) Bréfdúfa, merkt með gúmmíhring á öðrum fæti, auð- kenndum með stórum rauðum tölustöfum: U'33. Á hinum fætinum var hún með alúmíníumhring, með svofelldri áletrun: £5 W. H. Z. 170. N. U. H. W. Þessi dúfa kom að Leiðvelli í Meðallandi, í Vestur-Skaftafells- sýslu, sumarið 1939 og hafðist þar við um hríð, en drapst síðan. Var hún all stygg í fyrstu, en spektist þegar farið var að gefa henni mat. M. B. 9*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.