Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1939, Side 40
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I lllllllllll IIIIIIIII lllll III llllllllllllll III lllll IIIIIIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Gróður í Mýrdal. Mýrdalur er allstórt hérað, milli Mýrdalssands og Sólheimasands. Sumarið 1939 ferðaðist ég þar, og athugaði plöntur. Er þar gróð- ursælt mjög. Fjöllin eru víða grasi vaxin upp á brúnir og eru sund- urskorin af djúpum, gróðurríkum hamragiljum. Fýll, lundi og fleiri sjófuglar verpa í hömrunum og bera drjúgum á um leið til mikils gagns fyrir gróðurinn. I Mýrdal eru víðlendir mýrarflákar, eins og nafnið bendir til, einkum í Reynishverfi. Kvistlendi vantar nær algerlega. í Vík er lítið undirlendi. Rétt vestan við kauptúnið er brött hlíð framan í Reynisfjalli, gróðursæl og fögur. Ber mest á ætihvönn og geithvönn á klettastöllunum, en undir klettunum eru stórar flækjur af fuglaertum mjög þroskalegum. Þar er einnig garðabrúða, mjaðurt, umfeðmingur og fleiri blómgresi, en melur er aðaljurtin á söndunum fyrir neðan. Stúfa og brönugrös prýða víða tún og grasbrekkur. Ég sá alls um 120 tegundir jurta í um- hverfi Víkurkaupstaðar, þar á meðal þistil og akurarfa. í Reyn- ishverfi er gróðurinn fjölbreyttari. Þar eru engi, tjarnir og hamragil. Eru flest gilin gróðurrík, til dæmis Deildarárgil og Hóls- árgil. Þar eru birkihríslur og nokkur lynggróður, en hann vantar víðast í Mýrdalnum. Hanga hríslurnar fram af klettastöllunum og liggja þétt að berginu. Nokkrar hríslur úr Deildarárgili hafa verið gróðursettar í laglegum trjáreit, sem þar er. Var vaxtarlag þeirra all-einkennilegt, því að þær lágu allar flatar með fram jörðu, en vaxa lítið á hæðina. Teygja þó aðfluttar birkihríslur vel úr sér rétt hjá. Virðist hér vera um mismunandi kyngæði að ræða. Gróð- ur er fjölbreyttur í Deildarárgili. Af sjaldgæfum jurtum má nefna skraut'punt (Milium effusum). Var mér vísað á hann af feðgunum á Skammadalshóli, sem eru nákunnir gróðrinum í gilinu. Þar vex einnig köldugras, sortulyng, bláber, víðir, birki, giljaflækja, stein- depla, hárdepla og fleiri jurtir, sem sjaldséðar eru utan giljanna. í Hólsárgili vex allmikið af beitilyngi, krækilyngi, birki og víði, sem þarna hafa fengið að vera í friði. Virðist mest um beitilyng og krækilyng í Vestur-Mýrdal frá Hólsárgili að Jökulsá. Á þessu svæði er mikið um ilmreyr og hrossanál, sem vaxa hlið við hlið og mynda stórar gróðurbreiður. Tvíbýlisnetlu (Urtica dioica) sá ég á 2 stöðum: Við bæinn Stóra Dal og í Kömbum fyrir ofan Fjós rétt hjá gömlu fjárbóli. / suðaustur-hlíð Péturseyjar, fyrir ofan bæinn Eyjarháls

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.