Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 40
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I lllllllllll IIIIIIIII lllll III llllllllllllll III lllll IIIIIIIIIIIIII11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Gróður í Mýrdal. Mýrdalur er allstórt hérað, milli Mýrdalssands og Sólheimasands. Sumarið 1939 ferðaðist ég þar, og athugaði plöntur. Er þar gróð- ursælt mjög. Fjöllin eru víða grasi vaxin upp á brúnir og eru sund- urskorin af djúpum, gróðurríkum hamragiljum. Fýll, lundi og fleiri sjófuglar verpa í hömrunum og bera drjúgum á um leið til mikils gagns fyrir gróðurinn. I Mýrdal eru víðlendir mýrarflákar, eins og nafnið bendir til, einkum í Reynishverfi. Kvistlendi vantar nær algerlega. í Vík er lítið undirlendi. Rétt vestan við kauptúnið er brött hlíð framan í Reynisfjalli, gróðursæl og fögur. Ber mest á ætihvönn og geithvönn á klettastöllunum, en undir klettunum eru stórar flækjur af fuglaertum mjög þroskalegum. Þar er einnig garðabrúða, mjaðurt, umfeðmingur og fleiri blómgresi, en melur er aðaljurtin á söndunum fyrir neðan. Stúfa og brönugrös prýða víða tún og grasbrekkur. Ég sá alls um 120 tegundir jurta í um- hverfi Víkurkaupstaðar, þar á meðal þistil og akurarfa. í Reyn- ishverfi er gróðurinn fjölbreyttari. Þar eru engi, tjarnir og hamragil. Eru flest gilin gróðurrík, til dæmis Deildarárgil og Hóls- árgil. Þar eru birkihríslur og nokkur lynggróður, en hann vantar víðast í Mýrdalnum. Hanga hríslurnar fram af klettastöllunum og liggja þétt að berginu. Nokkrar hríslur úr Deildarárgili hafa verið gróðursettar í laglegum trjáreit, sem þar er. Var vaxtarlag þeirra all-einkennilegt, því að þær lágu allar flatar með fram jörðu, en vaxa lítið á hæðina. Teygja þó aðfluttar birkihríslur vel úr sér rétt hjá. Virðist hér vera um mismunandi kyngæði að ræða. Gróð- ur er fjölbreyttur í Deildarárgili. Af sjaldgæfum jurtum má nefna skraut'punt (Milium effusum). Var mér vísað á hann af feðgunum á Skammadalshóli, sem eru nákunnir gróðrinum í gilinu. Þar vex einnig köldugras, sortulyng, bláber, víðir, birki, giljaflækja, stein- depla, hárdepla og fleiri jurtir, sem sjaldséðar eru utan giljanna. í Hólsárgili vex allmikið af beitilyngi, krækilyngi, birki og víði, sem þarna hafa fengið að vera í friði. Virðist mest um beitilyng og krækilyng í Vestur-Mýrdal frá Hólsárgili að Jökulsá. Á þessu svæði er mikið um ilmreyr og hrossanál, sem vaxa hlið við hlið og mynda stórar gróðurbreiður. Tvíbýlisnetlu (Urtica dioica) sá ég á 2 stöðum: Við bæinn Stóra Dal og í Kömbum fyrir ofan Fjós rétt hjá gömlu fjárbóli. / suðaustur-hlíð Péturseyjar, fyrir ofan bæinn Eyjarháls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.