Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 46
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN imiiiimiiiii iiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Litla sæsvalan í Vestmannaeyjum. Það hefir lengi leikið nokkur vafi á því, hvort litla sæsvalan (Hydrobates pelagicus (L.)) gæti talizt góður og gildur borgari í fuglaríki íslands. Stöku sinnum hafa að vísu einn og einn fugl þessarar tegundar náðst hér á landi, og auk þess hefir komið fram sterkur grunur um að hún verpi í Vestmanna- eyjum. Hantzsch getur þess í hinni ágætu bók sinni um íslenzka fugla (B. Hantzsch: Beitrag zur Kenntnis der Vogelwelt Islands. Ber- lin 1905), að á dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn sé hamur af litlu sæsvölu, sem sagt sé að hafi náðst við Vestmannaeyjar 2. febrúar 1831. Benedikt Gröndal segir í fuglatali sínu í skýrslu Náttúrufræðifélagsins 1894—1895, að litla sæsvalan komi að Suðurlandinu, og að ein hafi fundizt villt á túni við Úthlíð í Biskupstungum í júní 1885. Dr. Bjarni Sæmundsson (Bj. Sæ- mundsson: Nogle ornithologiske Iagttagelser og Oplysninger. Zoolog. Medd. fra Island XVI. Vidensk. Medd. fra Dansk naturh. Foren., Bd. 97, 1934) getur þess loks, að Náttúru- gripasafninu í Reykjavík hafi borizt 1 litla sæsvala, sem fund- izt hafi dauð í grennd við bæinn Innri-Njarðvík á Suðurnesj- um í ágúst 1913. Hantzsch skýrir frá því í fyrrnefndri bók sinni um íslenzka fugla, að P. Nielsen kaupmaður á Eyrarbakka hafi í bréfi til sín látið þá skoðun í Ijósi, að litla sæsvalan verpi í Vestmannaeyj- um, því að hann hafi sumarið 1890 fengið 2 sæsvöluegg þaðan, sem eftir stærðinni að dæma (28 X 21 og 27 X 20 mm) verði að teljast egg þessarar tegundar. í grein, sem P. Nielsen seinna skrifaði um fuglaathuganir sínar, getur hann einnig þessara tveggja eggja og segir þar hiklaust, að litla sæsvalan verpi í Vestmannaeyjum (P. Nielsen: Optegnelser vedrörende Islands Fugle — — —. Dansk ornitholog. Foren. Tidsskrift, XIII, 1918—1919). Þessi ályktun Nielsens byggist á því, að egg litlu sæsvölu eru almennt talin 24.5—30.6 mm á lengd og 19.0—22.5 mm á breidd, e'n egg stóru sæsvölu (Oceanodroma leucorrhoa leucorrhoa (Vieillot)) 30.0—36.0 mm á lengd og 22.0—26.0 mm á breidd. Hantzsch bendir þó á, að þessi tvö egg geti ekki talizt óyggjandi sönnun þess, að litla sæsvalan verpi hér á landi, því

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.