Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1939, Page 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 148 ............ blettur er þó mun meir áberandi á þeirri litlu. Mesti munurinn á þessum tveim tegundum er þó sá, að á litlu svölunni er stél- ið þverstýft eða lítið eitt bogið fyrir endann, en á þeirri stóru er það með alldjúpri sýlingu. Ég hefi talað hér við tvo menn, sem grófu oft upp sæsvölu- holur, til þess að ná eggjum, bæði fyrir Þorstein héraðslækni Jónsson og P. Nielsen. Mennirnir eru Stefán Gíslason og Pét- ur Lárusson. Sá síðari hef.ir sagt mér, að hann hafi aðallega grafið í landsuðursnefi Elliðaeyjar. Fyrir neðan þetta nef er urð og gjallkennt klettabelti, þar sem ég veiddi margar litlu sæsvölur. Pétur sagði mér einnig, að Nielsen hefði tjáð sér, að frá honum hefði hann fengið egg þau, er getið er hér að fram- an. Styrkir þetta þá skoðun Nielsens, að það hafi raunverulega verið egg litlu sæsvölu, sem hann fékk frá Vestmannaeyjum sumarið 1890. Réfrar- °s l/citflsurib. Rissteikning til skýringar á staðháttum á varpstöSvum stóru og litlu sa;- svölu í Skápum, Réttar- og Vatnsurð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.