Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1939, Blaðsíða 52
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN •llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllUIIIIIIIIIIIMIMIIIllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIO Ég býst við, að litla sæsvalan verpi einig í Bjarnarey, því þar er á 2 stöðum uppgróin urð og gjallkennt lagskipt berg. Víðar býst ég ekki við henni í úteyjum vegna staðhátta þar, nema ef ske kynni í svokölluðum Rauðhamri, lagskiptum hraunhamri, í Brandinum. Gísli Lárusson hefir sannað, að hún verpir í Yztakletti, enda eru þar líka allvíða kjörin he.imkynni fyrir hana. Á Heimaey, á öðrum stöðum en í Yztakletti, eru víða aðgengilegir staðhættir fyrir hana, og þykir mér ekki ólíklegt, að hún sé innan um þann litla slæðing af stóru sæ- svölu, sem þar er. Um nánari lýsingu á þessum vofukenda náttfugli, útbreiðslu hans og lifnaðarháttum, vísa ég til bókar dr. Bjarna Sæmunds- sonar: Fuglarnir. Hóli í Vestmannaeyjum, í sept. 1939. Þorsteinn Einarsson. Geirnef rekur á Austfjörðum. 1 bréfi dags. 8. nóv. þ. á. skrifar hr. Sigfinnur Vilhjálmsson á Djúpavogi mér, að fisk hafi rekið í Berufirði nokkru áður. Stærðin á þessum fiski var um 15 þumlungar (ca. 37—38 cm.) og hafði hann trjónu fram úr höfðinu. Telur höfundur bréfs-i ins að eftir lýsingu fisksins að dæma hafi varla getað verið að ræða um annað en geirnef (Scomberesox saurus) og fellst ég á þá skoðun. Eini fiskurinn, sem hægt er að villast á, er horn- fiskur (Belone acus), en hann er mun stærri vanalega um 70 cm. (ca. 28 þumlungar). Geirnef hefir oft áður rekið hér, sér- staklega síðari hluta sumars og þá einkum í hlýja sjónum. Bjarni Sæmundsson telur hann hafa fundist 16 sinnum svo víst sé á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Akranesi, einu sinni í Kollsvík (Vestfirðir), einu sinni í Dýrafirði og tvisvar í Seyð- isfirði. Auk þess rak einn í Þórshöfn í ágúst 1931 og loks bæt- ist þessi í hópinn. Annars eru heimkynni hans sem hér segir (B. Sæm.: íslenzk dýr I. Fiskarnir) : „Heimkynni geirnefsins ná yfir öll heitu höfin og hina hlýrri hluta tempruðu hafanna; en á sumrin leitar hann lengra út í kaldari höfin og hörfar til baka á veturna. í N.-Atlantshafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.