Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
þessum stöðum umfangsmikil störf, því að Rannsóknaráði var ætlað
vítt verksvið, og mæddu þau störf mest á framkvæmdastjóranum.
Meðal þeirra mála, sent það hefur komið í framkvæmd, má nefna
rannsókn á mómýrum landsins, undirbúningsrannsóknir á skilyrð-
um fyrir sementsvinnslu og áburðarvinnslu. Merkastar eru þó að
líkindum rannsóknirnar á Iiitasvæðum landsins með mælingum á
hita- og vatnsmagni flestra basískra lauga og hvera og ýmsum athug-
unum á súrum hverasvæðum. Eru framkvæmdir Jarðborana ríkisins
í beinu framlialdi af þessum rannsóknum.
Þessar hverarannsóknir munu liafa beint liuga Steinþórs að vís-
indalegum eldstöðvarannsóknum. Sérstakt áhugamál varð honum
rannsókn neðanjökulsgosanna, þessara merkilegustu náttúruundra
okkar lands. Sumarið 1943 hóf hann, ásamt Jóni Eyþórssyni veður-
fræðingi, skipulagða rannsókn á Kötlusvæðinu Fóru þeir þangað
þrjár ferðir það sumar og haust og síðan eina eða tvær ferðir sumar
hvert. Steinþór stjórnaði og tveimur leiðöngrum til Grímsvatna,
1942 og 1946. Þeir einir, sem eitthvað þekkja af reynslu veðurfar og
staðhætti á Kötlusvæðinu og Grímsvatnasvæðinu, geta skilið til fulln-
ustu, hvílíkrar atorku og þrautseigju þessar rannsóknir hafa krafizt.
Þessar rannsóknir hafa þegar borið m. a. þann árangur, að nú eru
til uppdrættir of Grímsvatnasvæðinu og Kötlusvæðinu miklu ná-
kvæmari en kort herforingjaráðsins, en nákvæmir uppdrættir af þess-
um svæðum eru skilyrði fyrir því, að gáta neðanjökulsgosanna verði
nokkru sinni ráðin.
Nátengt rannsóknarstarfi Steinþórs var starf hans í þágu Ferðafé-
lags íslands. Hann var ein af máttarstoðum þess félags, eftir að hann
fluttist hingað suður, og lagði einkum mikla vinnu í útgáfu hinna
merku árbóka félagsins. Varaforseti félagsins var hann síðasta ára-
tuginn.
Þess var áður getið, að meðan Steinþór var kennari á Akureyri,
gerðist hann mjög áhugasamur um vetraríþróttir. Eftir að suður
kom, lét liann mjög til sín taka um stjórn og skipulagningu íþrótta-
mála, einkum vetraríþrótta. Hann var ritari milliþinganefndar í
íþróttamálum 1938. Sama ár varð hann formaður Skíðaráðs Reykja-
víkur. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Skíðasambands íslands
og þótti sjálfkjörinn formaður, er það var stofnað 1946. Um áhrif
Steinþórs sem íþróttafrömuðar nægir að vitna í þau ummæli eins
samstarfsmanna hans, að síðari árin hafi ekkert þótt ráðið í nokkr-
um þeim málum, sem við komu skíðaíþrótt nema hans umsögn