Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 8
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kæmi þar til. En á það vildi ég benda, að starf Steinþórs sem vetrar- íþróttafrömuðar hefur liaft mikið gildi fyrir náttúrurannsókn lands- ins. I þessu starfi eignaðist Steinþór marga tryggðavini rneðal í- þróttamannanna og vakti lijá þeirn áhuga fyrir þeim náttúrufræði- legu viðfangsefnum, sem honum voru efst í huga. Jökla- og eld- fjallarannsóknir síðustu ára, þ. á. m. Heklu-rannsóknirnar, liafa að verulegu leyti byggst á ötulli og óeigingjarnri aðstoð þessara vina Steinþórs, og það væri íslenzkum náttúrurannsóknum ómetan- legt, ef hægt væri að halda áfram á þeirri samvinnubraut. Það var raunar ekki undarlegt, þótt menn sæktust eftir því að fara í leiðangra með Steinþóri Sigurðssyni. Hann var einn af harð- duglegustu ferðamönnum landsins, þaulkunnugur öllum öræfum, jafnvígur á vetrar- og sumarferðir og kunni á öll farartæki. Honum lét jafnvel að tylla skeifu undir hóf og hreinsa karbúrator í jeppabíl. Eg hef engan þekkt, sem svo sameinaði ákafa og snarræði þolin- mæði og natni. Hann gat, ef svo bar undir, farið dagfari og náttfari án þess að unna sér hvíldar eða matar, en hann gat einnig setið ró- legur klukkutímum saman við að laga ljósmæli eða annað fínger/ tæki, sem bilað hafði, og venjulega tókst viðgerðin, því að hann var iagtækur með afbrigðum. Hann var sá, seni fremstur gekk og slóð- ina tróð í hríðarbyl og ófærð, en hann var einnig sá, sem eldaði graut- inn og þrifaði tjaldið. Ósérhlífni hans var næstum um of. Álit það, sem Steinþór hafði fengið á sig sem stjórnandi jöklaleiðangra má m. a. marka á því, að mjög var sótzt eftir þáttöku hans í þeim mikla sænsk-norsk-enska leiðangri til Suðurskautslandanna, sem nú er á döfinni. F.ins og að líkindum lætur, gafst Steinþóri ekki mikið tóm ti) ritstaria. Þó liggja eftir hann margar greinar og ritgerðir náttúru- fræðilegs og verkfræðilegs efnis og koma víða við, því að mörg voru áhugaefnin. í Náttúrufræðingnum á lianu greinar þegar frá fyrsta ár- gangi. Síðastliðið sumar birtist eltir hann alllangt rit heimspekilegs efnis, The Living World (Hinn lifandi heimur), þar sem líffræðileg viðfangsefni, einkum erfðalögmál Mendels, eru rædd frá sjónarhóli eðlisfræðings. Eg er ekki dómbær á það rit, en vart mun það dyljast neinum, sem reynir að kryfja það til mergjar, að það ’r skrifað af manni, sem þrátt fyrir mikið annríki gaf sér tíma til að brjóta heil- ann um tilveruna og hugsaði snjallt og frumlega. Þess má geta, að eftir að Steinþór hafði lokið við að semja rit þetta, ltarst hingað frá Dublin rit eftir próíessor Ervvin Schrödinger, scm heidr (ef ég tnan

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.