Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÖINGURINN 109 beykivið beyki, og kemur það yfirleitt ekki að sök, því að sjaldnast getur það valdið ruglingi. Fura er viðurinn af trjám, sem heyra Pmus-ættkvíslinni til. Eru þau barrtré, og eru tegundirna f jöldamargar, iim 80, en ekki eru það nenia sumar þeirra, sem gefa af sér góðan trjávið. — Af skógarfuru (P. silvestris) fæst ágætur viður. Getur tréð orðið 50 m að hæð og verið þráðbeint, þegar það hefur vaxið við góð kjör. Börkurinn á ungum trjám er grábrúnn og ósléttur, en er ljósrauðgulleitur, þegar tréð fer að eldast. Falla þá pappírsþunnar barkarflygsur af trénu ofan til, en neðan lil á trénu er börkurinn þykkur og í honum óreglu- legar skorur, sem ganga upp og niður. Yzti hluti stofnsins, afhöggið, er hvítt, en kjarnaviðurinn er gulleitur á ungum trjám, á gömlum trjám er hann orðinn rauðbrúnn. Viðurinn er mjúkur, klofnar vel og er harpixríkur. Hann þolir vel raka og er sterkur, enda er liann mikið notaður til smíða á skipum, húsum og öðrum mannvirkjum, einnig í húsgögn, umbúðir og til margs annars. — Fjallafura (P. montana) er ekki eins stórvaxin og skógarfuran, og er hún venju- lega margstofna og stofnarnir meira eða minna bognir. Viðurinn af henni er því ekki jafngóður og af skógarfurunni, en tréð er einkar nægjusamt, svo að allmikið er ræktað af því þar, sem jarðvegur er rýr. Viðurinn er no'caður í sama skyni og viðvirinn af skógarfuru, en greinar og alls konar afhögg er notað til íramleiðslu á viðarkolum og viðartjöru. — Af evrópskum furutegundum rná enn nefna austur- ríska furu (P. nigra), sem gefur af sér ágætt smíðatimbur, sernbra- furu (P. cembra), sem gefur af sér einkar góðan við til húsgagna- smíða, og strandfuru (P. maritima), sem gefur af sér mikið af harpix auk viðarins. Af norður-amerísku furutegundinni P. palustris (= P. australis) fæst hinn alkunni furuviður pitch pine. Hann er ljósrauð- leitur eða gulrauðleitur, harður, sterkur, endingargóður og harpix- ríkur og er ntjög hentugur til allra smíða, enda er hann meðal verð- mætustu trjáviðartegunda, sent af barrtrjám eru fengnar. Af niörg- um fleiri furutegundum fæst ágætur viður, t d. af tárafuru (P. excelsa), hvítfuru (P. strobus), rauðfuru (P. resinosa) og þungfuru (P. ponderosa). Viðurinn af hinni síðastnefndu er stundum einnig nefndur pitch pine. Furuviður allur er með greinilegum árhringum, og eru árhring- irnir yfirleitt þéttari en í greni, enda er fttran allmiklu sterkari en grenið. I furu eru engir smákvistir, aðeins stórir kvistir, en í greni er aftur á móti mikið af smákvistum milli hinna stærri kvista, og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.